Náttúrufræðingurinn - 1964, Blaðsíða 124
216
N ÁTTÚRUFRÆÐ I N G U RI N N
BYGGÐ.
Fornsagnir herma, að Papey hafi verið byggð af írskum einsetn-
mönnum, er hið norræna landnám á íslandi hófst á 9. öld, og dreg-
ur hún nafn af þeim. Annars er ókunnugt um byggð í eynni fyrr
á öldum, þótt ætla megi, að hún hafi byggzt snemma, eða að
minnsta kosti verið hagnýtt til beitar, er víst að svo var þegar í
byrjun 15. aldar. En kunnugt er, að byggð hefur verið þar óslitið
síðan 1653 fram undir síðustu ár, að eyjan lá um hríð í eyði. En
það var eftir að gróðurskoðun sú, sem hér segir frá, var gerð. Að-
eins eitt býli var í eynni, en þar hefur ætíð verið nokkur búpen-
ingur. Árið 1842 voru þar 3 kýr, 87 sauðkindur fullorðnar og eitt
hross. Hundrað árum seinna eða 1942 var áhöfnin: 7 kýr og um
100 fjár. Hafði lík áhöfn verið þar um alllangt skeið. Tún var þá
orðið allstórt, og meðalheyfengur af því 220 hestar, en af útheyi
fengust um 70 hestar. Af tölum þessum má ætla, að áhöfnin hafi
lengstum verið lík, en hins vegar hefur hið ræktaða land orðið
fyrst til að ráði á þessari öld. En þótt fénaðurinn væri ekki fleiri,
er Ijóst, að beit hlýtur að hafa orkað nokkuð á gróðurinn í ekki
stærra landrými.
GRÓÐURFARIÐ.
Enda jtótt Papey sé allmishæðótt, er gróður þar furðu einleitur.
Jarðvegur er hvarvetna allþykkur, og eiginlegur uppblástur er þar
naumast til. Næst sjónum eru þó á nokkrum stöðum naktar klappir,
sem jarðvegur hefur sýnilega fokið af eða eyðzt með öðru móti,
en annars mega allar klappir heita algrónar. Svo má heita, að þegar
frá eru teknir klettar og fjaran, sé aðeins um tvö gróðurlendi að
ræða í eynni.
í dældum öllum er mýrlendi, misjafnlega blautt að vísu. Jarð-
vegur er þykkur í mýrasundum þessum, og djúpur mór undir hon-
um víðast hvar. Gísli bóndi í Papey tjáði mér, að neðarlega í món-
um væri nokkuð af lurkum. Annars vegar væri þar um að ræða
granna kvisti, líkasta því sem þeir væru af runnum, svo sem fjall-
drapa, víði eða smávöxnu birki, er vaxið hefðu þar á staðnum, en
einnig væru þar gildir lurkar, sem líkastir væru því, að um reka-
við væri að ræða. Ég átti þess ekki kost að skoða móleifar þessar.