Náttúrufræðingurinn - 1964, Blaðsíða 108
200
NÁTTÚ RU FRÆÐ 1 NGURl N N
verið um aíleiðingu ofbeitar að ræða. Enda þurfa gróðurlendi á
afréttum, sem hafa úrkynjazt vegna ofbeitar, meira en 15 ára frið-
un til þess að komast í eðlilegt horf (jafnvægi) að nýju.
En gróðurrannsóknir á öðrum afréttum á Suðurlandi leiða í Ijós
það sameiginlega einkenni á þeim flestum, að lélegar beitarplöntur
eru ríkjandi í gróðurlendum þeirra. Og raunar væri það undarleg
tilviljun, ef það væri eðlilegt fyrir íslenzkan hálendisgróður að
vera fátækur af góðum beitarplöntum.
U ppskerumælingar.
Uppskerumælingar hafa verið gerðar á 22 af 31 gróðurhverfum,
sem á Landmannaafrétti eru. Af þeim 9 gróðurhverfum, sem ekki
hafa verið mæld þannig, má gera ráð fyrir, að Aj og Ij gefi enga
nýtanlega uppskeru, og á nýgræðunum, K, og K3, er þéttleiki gróð-
urs svo breytilegur, að þýðingarlaust er að mæla uppskeru þeirra.
I'essar mælingar eru hinar fyrstu, sem gerðar hafa verið á uppskeru-
magni afréttargróðurs, og örfáar slíkar mælingar hafa verið gerðar
á láglendi.
Tölurnar í töflu V eru niðurstöður þessara mælinga, og er hver
tala meðaltal margra mælinga, sem gerðar voru sumrin 1961 og
1962. Fyrir vigtun eru sýnishornin aðgreind í jurtir og trjákennd-
an gróður og sina skilin frá.
Víðáttumestu gróðurlendi hálendisins, mosaþemburnar, gefa
langminnsta uppskeru og hafa samkvæmt því lágt beitargildi. Snjó-
mosadældin gefur einnig litla uppskeru. Uppskerumagn annarra
gTÓðurhverfa verður að teljast hátt miðað við það, að meðalupp-
skera af íslenzkum túnum er 35—50 Hkg/ha.
Hins vegar ber að hafa í huga, að oft er lítið samhengi milli
heildaruppskeru og nýtanlegrar uppskeru. í mörgum gróðurhverf-
anna er hlutur smárunna í heildaruppskerunni mikill, en þeir eru
lítið bitnir af búpeningi á sumrin. Votlendisgróðurhverfin gefa
af sér mikla uppskeru, en sá gróður er mjög lítið bitinn, svo frerni
sem annar gróður er fyrir hendi. Og loks ber að hafa í huga, að
allmikill hluti af uppskeru beztu beitartegundanna verður að vera
óbitinn að hausti, ef ekki á að vera um ofbeit að ræða.