Náttúrufræðingurinn - 1964, Blaðsíða 143
NÁTTÚ RU FRÆÐIN G U RI N N
235
afrétt, Brúaröræfum og Snæfellsöræfum. Hér er ekki greint frá,
um hvorn gróðurinn sé að ræða, en sennilega er hvor tveggja til.
I rústunum finnst venjulega mosaþemba með miklu af skófum.
Af framannefndu má lesa tvennt um mismunandi útbreiðslu
þessara tveggja mosaþembna. í fyrsta lagi, að snjóþyngsli ráða
mörkum, og hverfur gamburmosinn fljótt þar, sem snjóþungt er.
Grámosagróðurinn krefst skjóls á veturna. í öðru lagi þroskast
gamburmosinn bezt í raka úthafsloftslaginu á Suður- og Suðvestur-
landi. Þá má geta þess, að á láglendi á Norður- og Austurlandi
tekur grámosinn við af gamburmosanum á þúfnakollunum og í
grýttum jarðvegi, en milli þúfna er mest um aðrar tegundir mosa
að ræða, eins og Drepunocladus uncinatus og ýmsar Hylocomium-
tegundir.
Til stuðnings tilgátu minnar um áhrif loftslags á mosaþembu-
gróðurinn er fróðlegt að bera saman tölur frá veðurathugunarstöðv-
unum á Kirkjubæjarklaustri og í Reykjahlíð. Á báðum stöðum eru
hraun af svo til sama aldri.
Af töflu I má lesa meðalhita árs og einstakra mánaða. Þar sést,
að stöðvarnar á Norðurlandi hafa meðalhita undir frostmarki 4—
6 mánuði árs, mismunandi eftir hæð yfir sjávarmál og eftir legu.
Á Suðurlandi eru frostmánuðirnir frá 0 á Reykjanesi til 4 á Þing-
völlum. í Reykjahlíð er meðalhitinn undir frostmarki 5 mánuði
ársins og meðalhiti árs 2,3. Á Kirkjubæjarklaustri er meðalhiti
undir frostmarki 2 mánuði árs og meðalhiti árs 5,2. Til saman-
burðar við þessar tölur er athyglisvert að athuga fjölda þeirra daga,
sem jörð er alhvít.
Af töflu II sést, að snjórinn hylur lengur jörð á Norðurlandi,
og borið saman við töflu III, er Jrað augljóst, að jörð í Reykjahlíð
er sjaldan snjólaus frá nóvember—desember til marz—apríl. Til þess
er of kalt (tafla I) og }tað rignir (snjóar) of lítið (tafla III). Á
Kirkjubæjarklaustri með alla þá rigningu og tiltölulega háan meðal-
hita yfir vetrarmánuðina hlýtur snjórinn oft að þiðna alveg. Er
lítill vafi á, að hér mun að finna aðalorsök mismunandi gróðurs
í hraununum á Suður- og Norðurlandi. Þessu ber líka saman við
rannsóknir í Noregi, }>ar sem mosaþemburnar eru stærstar og hrein-
astar út við norðanverða vesturströndina, en inni í landi kemur í
Jrær mikið af skófum. í Finnlandi eru einnig til mosajsembur með
gamburmosa, en með mjög miklu af skófum.