Náttúrufræðingurinn - 1964, Blaðsíða 141
1
NÁTTÚ RUFRÆÐINGURIN N
233
Svanhildur Jónsdóttir Svane:
Um mosaþembugróður
I. ÚTBREIÐSLA OG VEÐRÁTTA.
Sumurin 1951 og 1952 ferðaðist ég talsvert um ísland í þeim
tilgangi að safna efni um mosaþembugróðurinn. Sá gróður skiptist
aðallega í tvennt með Rhacomitrium lanuginosum og Rhacomitri-
um canescens sem höfuðtegundir innan mosanna.1) Auk þess eru
til gróðurfélög, þar sem báðir þessir mosar blandast.
Sem kunnugt er, eru mosaþemburnar algengar um land allt. Þó
er mikill munur á útbreiðslu þeirra og útliti eftir landshlutum
og legu yí'ir sjávarmál.
Á Suður- og Suðvesturlandi eru þær nátengdar hraununum og
setja svip sinn á allt landslag. Auk þess vaxa þær í skriðum, yfir
laust grjót og í þúfnakollum móanna. í hraununum ná þær mest-
um þroska, einkum gamburmosaþemburnar. Héðan eru flestar at-
huganir mínar. í hraununum finnast báðar gróðurtegundir. Gamb-
urmosagróðurinn er bundinn við hæðirnar, en grámosagróðurinn
við dældirnar, þar sem snjór fýkur saman á veturna.
Á Norður- og Austurlandi horfir þetta öðruvísi við. Helgi Jóns-
son (1895) nefnir mosaþemljur í norðanverðum hlíðum í eftirfar-
andi fjörðum og dölum á Austurlandi: Berufirði, Breiðdalsvík,
Stöðvarfirði, Fáskrúðsfirði og Áreyjardal inn af botni Reyðarfjarðar.
Auk þess fann Helgi mosaþembur á heiðunum. Aðaltegund telur
hann gamburmosa með fáum háplöntum, en á heiðunum er mikið
af skófum, eins og fjallagrösum (Cetraria islandica) og fleiri Ce-
1) í grein um Jan Mayen (Ndtlúrujrœðingurinn, 28: 85) notar Steindór
Steindórsson nafnið gamburmosi um báðar þessar tegundir. Ég þekki það orð
aðeins notað um Rhacomitrium lanuginosum. Nú er líka til orðið grámosi,
sömuleiðis notað um Rh. lanuginosum. Þætti mér fara vel á að nota orðið
garnburmosi um Rli. lanuginosum og grámosi um Rli. canescens, en það er
þýðing á latneska tegundarheitinu.