Náttúrufræðingurinn - 1964, Blaðsíða 136
228
N ÁTT Ú RU F RÆÐINGURINN
yfir sundin út til eyjanna, þótt vegalengdir séu ekki miklar. Skal
það atriði atliugað nokkru nánar um Papey.
Þegar þess er gætt, að fjarlægð Papeyjar frá Búlandsnesi er ein-
ungis um 6 km, og landslag og staðhættir mjög líkir í nesinu og
eynni, J>. e. Jaar skiptast á klappaholt og mýrasund, þá væri eðli-
legt að hugsa sér, að gróður væri að mestu leyti hinn sami á báð-
um stöðum. Sama sumarið og ég skoðaði Papey, var ég einnig
nokkra daga í Búlandsnesi og fór þar allvíða um tangann allan,
einkum þó yzta hluta hans, sem næst liggur Papey. Við samanburð
á flórulistum þessara staða kemur í ljós, að 59 tegundir, sem skrá-
settar eru í Búlandsnesi, vantar í Papey. Af Jíeim eru að vísu nokkr-
ar, sem staðhátta vegna er naumast unnt að ætla að yxu í Papey.
En ef þær eru fráteknar, verða samt milli 40 og 50 tegundir úr
Búlandsnesi, sem ekki eru í Papey. Þær tegundir, sem ég dreg hér
frá, eru silfurmaríustakkur (Alchernilla Wichurae), hrútaber (Ru-
hus saxatilis), blágresi (Geranium silvaticum), köldugras (Poly-
podium vulgare), lyngtegundir og annar runngróður, sem áður
hefur verið á minnzt. Loks eru 6 tegundir í Papey, sem ég fann
ekki í Búlandsnesi, og hæpið mun vera að vaxi þar. Af Jreim eru
ein fjallaplanta, boghæra (Luzula arcuata), og tvær aðrar, sem að
öllum jafnaði eru tíðari á hálendi en á láglendi, Jd. e. fjallafoxgras
(Phleum commutatum) og snækrækill (Sagma intermedia). Af þeim
jDremur, sem þá eru eftir, er nafngreining vafasöm á einni, Carex
kattegatensis.
Ef vér lítum á hinar svonefndu miðsvæðaplöntur og vesturark-
tískar tegundir (St. Steindórsson 1962), vaxa 9 tegundir þeirra í
Búlandsnesi:
Álfialaukur (Isoetes cchinospora). Köldugras (Polypodium vulgare).
Liðfætla (Woodsia ilvensis). Flæðastör (Carex subspathacea).
Melasól (Papaver radicatum). Laukasteinbrjótur (Saxifraga cernua).
Maríuvöttur (Alchemilla faeroensis). Klettafrú (S. cotyledon).
Klappadúnurt (Epilobium collinum).
Engin þessara tegunda vex í Papey, og gætu þær Jró sennilega
vaxið þar eins og í Búlandsnesi, nema ef til vill klettafrú og köldu-
gras.
Þrjár miðsvæðaplöntur vaxa hins vegar bæði í Papey og í Bú-
landsnesi, þ. e. dökkasef (Juncus castaneus), gullsteinbrjótur (Saxi-
fraga aizoides) og bláklukka (Campanula rotundifolia).