Náttúrufræðingurinn - 1964, Blaðsíða 58
150
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
II. Frumlýsing glæsifííilsins, gerð af H. Dahlstedt
eftir eintaki úr Kaldalóni, NV. (Þýðing).
Stöngullinn um 25 cm hár, 5-blaða, nokkuð þétthærður og lang-
hærður með gisstæðum stjarnhárum ofan til og fáum eða einstök-
um kirtilhárum. Hvirfingsblöðin smá, 2 að tölu um blómgunar-
tímann. Ytra blaðið meira eða
minna spaðalaga, hið innra sem
næst því að vera aflangt. Bæði
blöðin snubbótt og nærri heilrend.
Stöngulblöðin öll stilklaus; hið
neðsta þeirra meira eða minna tíg-
ullensulaga, fremur snubbótt með
mjóum grunni, hálfgreipfætt. Næstu
3 blöðin sem næst því tígullensu-
laga—lenslulaga og með breiðum
greipgrunni. Neðri stöngulblöðin
ogmiðblöðin broddtennt; efri blöð-
in smátennt eða nærri heilrend.
Efsta blaðið oft meira eða minna
striklaga. Blómskipunin lítil um
sig. Körfuleggir þétthærðir og fín-
hærðir með dreifstæðum kirtilhár-
um. Biðurnar smáar, dökkar að lit
um 10 cm háar, grannar og með
keilulaga grunni. Reifablöðin breið,
þau ytri striklaga, þau innri grunn-
breið og dragast snöggt að sér, hálf-
snubbótt eða ydd, með fremur þétt-
stæðum kirtilhárum. Ytri reifablöð-
in allmikið hærð með dreifðri stjarnloðnu aftan á og á jöðrunum.
Stíllinn gulmóieitur. (Sjá Dahlstedt, 1904).
XLU. <kU
1. mynd. Glæsifíí'ill (aðaltegund).
Hieracium elegantiforme Dahlst.
(type).
III. Fundarstaðir glæsifífilsins (aðaltegundar)
með viðeigandi skýringum.
1. Kaldalón, NV., Stefán Stefánsson, 20. 7. 1893. Grasasafn Hafn-
arháskóla. Aðeins eitt eintak með körfum, sem ekki eru fullkom-