Náttúrufræðingurinn - 1964, Blaðsíða 87
NÁTTÚ RUFRÆÐ INGURINN
179
o. fl. varningi. Árið 1901 voru teg. á landinu taldar 349 -(- 10 unda-
fíflar. Alls 359.
II. Oegar Flóra íslands var gefin út í annað sinn, árið 1924 (Stefán
Stefánsson, 1924), er svo að segja allra sömu slæðinga getið og áður,
en fáeinir þeirra þó taldir ílendir, eins og áður er nefnt. Nýir slæð-
ingar hafa bætzt í hópinn sem hér segir:
1. Villilaukur (Allium oleraceum).
2. Noregsmura (Potentilla norvegica).
3. Fingurbjargarblóm (Digitalis purpurea).
4. Völudepla (Veronica chamedrys).
5. Ullarjurt (Filago germanica).
6. Gulbrá, eða túnbrá, (Matricaria matricarioides).
7. Hóffífill (Tussilago farfara), sarnkv. gömlum plöntuskrám.
Villilauksins er getið frá Bæ í Borgarfirði í Grasnytjum (Björn
Halldórsson, 1783) og mun upphaflega hafa verið ræktaður hér til
lækninga. Mun hafa vaxið lengi í landinu. Gulbráin mun hafa
verið komin til Reykjavíkur fyrir aldamót og hefur vaxið þar síð-
an. Hóffífils og ullarjurtar er og getið í plöntuskrám fyrir alda-
mót. Er því aðeins um 3 raunverulega nýja slæðinga að ræða, þ. e.:
Fingurbjargarblóm, Noregsmuru og völudeplu, á tímabilinu 1901 —
1924, samkv. Flóru.
Villilaukur, völudepla, gulbrá og hóffífill eru orðin ílend. Árið
1924 voru teg. í landinu taldar 368, og með undafíflum 411, auk
slæðinga.
III. Þegar Flóra íslands var gefin út í þriðja sinn, árið 1948
(Stefán Stefánsson, 1948), eru enn taldir flestallir gömlu slæðing-
arnir. (Sleppt t. d. kryddbaldursbrá og faxgrastegundinni Bromus
brizaeformis). En nú hafa allmargir nýir slæðingar bætzt við, enda
höfðu samgöngur mjög aukizt (og fleiri rannsakað gróður en fyrr).
— Nýju slæðingarnir eru þessir:
1. Hveiti (Triticum aestivum).
2. Bygg (Hordeum polystichum).
3. Vallar-rýgresi (Lolium perenne), nú ílent. Ræktað á túnum.