Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2004, Síða 8

Náttúrufræðingurinn - 2004, Síða 8
Náttúrufræðingurinn 6. myiid. Gosstöðin í 2750 m hæð. Öskugosið í algleymingi. Á myndinni grillir í gufutnekki og líklega veika öskumekki úr toppgígunum í baksýn eins og bergmál af öskustrókum fremst. Ljósm. Richard Kölbl, 3. nóv. 2002. uppl. S. Calvari). I syðri gosstöðinni kom 2002-2003 upp trakýbasalt með dálitlu af plagíóklasi, stórum sandsteinshnyðlingum og amfiból- kristöllum, sem þó voru styttri og færri en í neðri hluta sprungunnar árið 2001 (fyrir neðan 2550 m). Nyrðri gosstöðin 2002 gaus dílóttu trakýbasalti, ríku að plagíóklasi en án amfibóls og sandsteinsbrota, þ.e. svipaðri berggerð og komið hefur úr fjallinu síðustu 300 ár.8 Samskonar gosefni kom upp í efri hluta sprungunnar 2001 og í Suðaustur- gígnum.5 Eftir því sem best er vitað eru gosin 2001-2003 fyrstu Etnu- gosin þar sem tvær mismunandi berggerðir koma upp á sama tíma. Lega Etnu í TEKTÓNÍSKU SAMHENGI Etna rís nálægt austurströnd Sikil- eyjar. Á vestur- og miðhluta Sikil- eyjar gætir samkýtingar jarð- skorpunnar en hins vegar ráða togkraftar fyrir austan Sikiley, á Kalabríuskaganum og á hafsvæðinu sunnan hans.9,10 Sjálft eldvirka kerfið sem fóðrar Etnufjall og smágígana í kring liggur milli þessara spennu- sviða. Vegna þessa er spennan í fjallinu afar breytileg, flókin og ójöfn. Kvikuhreyfingar og -innskot geta valdið verulegum staðbundn- um breytingum samfara stöðugri upphleðslu gosefna í eldkeilunni.7 í hafinu rétt fyrir austan Etnukerfið eru flekamót sem verða til við niðurstreymi jónísks skorpuflykkis (hluta af Jónahafi) undir Tyrrenísar- flekann (12. mynd). Jarðskorpan sem sokkið hefur hlutbráðnar og kvikan sem við það myndast nærir eldfjöll eyjabogans fyrir norðan plötumófin. Eldfjöllin Strombólí og Vúlkan tilheyra honum en Etna ekki. Engin jarðeðlisfræðileg gögn eru til sem sýna að jarðskorpuflykki sé beint undir Etnu.11,12 Þar að auki á gosbergið úr Etnu mun meira sameiginlegt með bergi frá heitum reitum (t.d. Hawaii, Réunion) eða úthafshryggjum (t.d. ísland að vissu leyti) en með eldfjöllum á niður- streymisbeltum, eins og til dæmis Strombólí eða Vúlkan. Þau gjósa oft í kröftugum þeytigosum, m.a. kalk- alkalískum bergtegundum, sem aldrei hafa fundist í Etnu og stafar þessi sprengivirkni m.a. af aukinni seigju og gasinnihaldi þessara berg- tegunda. I gosefnum Etnu er hlut- fallslega meira af léttari samsætu helíums (3He) og minna af þyngri samsætu súrefnis (lsO) en t.d. í gosefnum Vúlkans.12 3He kemur eingöngu úr iðrum jarðar en losnar stöðugt úr jarðskorpunni við yfirborð. Hins vegar bætir veðrun í jarðskorpuna lsO úr regnvatni, sem t.d. binst í formi OH-sameinda í leirsteindum sem verða til við veðrun annarra steinda. Jarðskorpan getur bráðnað að hluta effir að hafa dregist niður en við það ferli varðveitast hlutföll samsætnanna nokkurn veginn óbreytt frá því sem þau voru í berginu við yfirborð. Slík hlutföll finnast ekki í gosbergi Etnu og samsætumar bera þess vott að kvikan undir Etnu sé að mestu leyti ættuð úr möttlinum en ekki úr bráðnaðri jarðskorpu. Stöðugleiki í hlutföllum samsætna helíums, súrefnis og strontíums í gosefnum Etnu síðustu 100.000 árin bendir til þess að hraunbráðin sé komin úr einu og sama svæðinu í möttlinum enda þótt nokkur breytileiki sé þekktur í samsetningu gosefna í Etnu. Eðli þessa möttulsvæðis er hins vegar umdeilt, þó að jarðefna- fræði þess samsvari í stórum dráttum því sem þekkt er frá öðmm eldfjallasvæðum á jarðskorpu meginlandsins, t.d. Eifel.12 Að vísu er 7. mynd. Gosstöðin í2750 m hæð. Glóandi öskusúlur teygðu sig upp í nokkur hundruð metra hæð í sprengingunum í rökkrinu. Ljósm. Herbert Riepl, 4. tióv. 2002. 6
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.