Náttúrufræðingurinn - 2004, Síða 10
Náttúrufræðingurinn
10. mynd. Hraunrennsli úr gosstöðinni í2750 m hæð ífyrstu morgunskímunni séð úr suðvestri. Ljósm. Gertrud Keim, 3. jan. 2003.
kannski Hkja við vatnsósa hrísgrjón.
Steindirnar ólivín og pýroxen
myndast stöðugt úr bráðinni sem
við það breytist úr frumstæðri kviku
í etnaít. Frumstæða kvikan nær
venjulega ekki yfirborði.15
Á þessu stigi mynduðu fremur
umbrotalítil en stöðug gos eldkeilu
sem upphaflega reis 7 km austsuð-
austur af núverandi fjalli en virknin
færðist síðan smám saman vestur á
bóginn. Etnufjall í dag er myndað úr
að minnsta kosti fjórum sam-
vöxnum eldkeilum. Fyrir 14.000
árum endaði tímaskeið „Cratere
Ellittico" eða „Sporöskjulaga gígs-
ins", fyrirrennara eldkeilunnar í dag.
Hann var nálægt þeim stað þar sem
toppgígamir eru nú, en í leifum hans
finnast þróaðri bergtegundir Etnu á
borð við trakýbasalt, trakýandesít og
dílalaust trakýt. Gígurinn splundr-
aðist í gríðarlegu þeytigosi sem
framleiddi nokkra rúmkílómetra af
trakýtískum vikri og skildi eftir sig
öskju sem nú er að hluta til grafin
undir toppgígunum fjórum. Gjósku-
lög benda til þess að endalok fyrri
eldkeilnanna hafi orðið á svipaðan
hátt.14 Af því sem sagt hefur verið hl
þessa er ljóst að náin tengsl eru milli
innri byggingar eldfjalls annars
vegar og gosefna og goshegðunar
hins vegar.
Þróun KVIKUNNAR OG
HAMFARAGOSIN
Djúpa kvikuhólfið undir Etnu gæti
ekki framleitt þróaðri kviku en etnaít
því kringumstæður þar, svo sem
þrýstingur og hitastig, eru ekki
heppilegar. Til þess þarf kvikuhólf á
minna dýpi.14 Þyngdar- og bylgju-
hraðamælingar sýna reyndar að
umfangsmikið innskot er að finna
milli frá 1 km og niður á a.m.k. 18
km dýpi undir sjávarmáli. Það er í
laginu eins og flaska á hvolfi, um 10
km breitt efst en mjókkar í 4 km er
neður dregur. Það liggur undir
suðurhluta Öxnadals (Valle del
Bove) og inn undir toppgígana.
Bergið í þessu innskoti er storknað
nema í vesturhlutanum, milli 3 og 5
km dýpis, þar sem er kvikufyllt
svæði.6,7 í því myndast þróuð, seig
og þar með sprengivirk kvika,
hugsanlega trakýbasalt og traký-
andesít, við kristöllun plagíóklass.
Hólfið er í snertingu við setlög og
kvikan meltir hugsanlega setberg
sem m.a. eykur hlutfall vatns í
kvikunni.14 Talið er að kvika hafi
streymt inn í þetta hólf síðan 1994.1
goshrinunni 2001-2003 skárust tveir
gangar út úr því meðfram brota-
línum í berginu milli storknaðs inn-
skotsbergs og setlaganna í kring og
fluttu þessa gasríku og plagíóklas-
snauðu kviku, með amfiból-
kristöllum og sandsteinsbrotum, til
yfirborðs.6, 7 Utþensla fjallsins og
sprungumyndun samfara henni
hefur einnig hleypt af stað venjulegri
kviku, sem kom upp samtímis ofar í
fjallinu.
Stór innskot af þessu tagi eru trú-
lega orðin til vegna ójafns spennu-
sviðs í og undir Etnu. Þegar nýtt
kvikuinnskot kemur inn neðanfrá
ryður það eldri kvikunni út. I
sumum tilfellum, þegar gamla
kvikan hefur náð háu þróunarstigi
og innheldur mikið gas, leiðir þetta
til stórgoss sem tæmir kvikuhólfið,
sem síðan hrynur og myndar öskju.
8