Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2004, Qupperneq 12

Náttúrufræðingurinn - 2004, Qupperneq 12
Náttúrufræðingurinn E i 300 barium/lanþan hrundu, önnur urðu eldi að bráð og svæðið allt um kring varð svo illa úti að skattskylda var afnumin í 10 ár, eins og greint er frá í rómverskum annálum. Gjóskan var venjulegt etnaít, sem að öllu jöfnu kemur upp í átakalitlum flæði- gosum með minniháttar sprengingum.17 I basaltískri kviku eins og etnaíti verða sjaldan jafn- miklar sprengingar og þegar seigari kvikutegundir eiga í hlut, nema ef kvikan kemst í snertingu við verulegt vatnsmagn, eins og gerist t.d. í Grímsvatnagosum. Gjóskan úr slíkum gosum ber einkenni um snögga kólnun og sundrun sem verður við snertingu kviku og vatns. Sambærileg um- merki fundust hins vegar ekki í Etnugosinu frá 122 f.Kr. Sprengi- virknin hlýtur því að stafa af breyttum innri eiginleikum kvik- unnar. Síðar hafa fleiri þeytigos af þessu tagi orðið í Etnu, síðast 1986 og ef til vill líka 1998, en öll voru þau þó miklum mun kraftminni. Fleiri orsakir hafa verið nefndar fyrir svo afbrigðilegri hegðun en hún þekkist t.d. einnig frá Tarawera á Nýja-Sjálandi 1886.17 Verði kvikan fyrir skyndilegri þrýstingslækkun snöggsýður hún (dæmið sem gjaman er nefnt í því samhengi er þegar kampavínsflaska er opnuð). Aukin seigja torveldar hins vegar afgösun kviku almennt; því hærri sem gasþrýstingurinn er í kvikunni þegar hún nær yfirborði, þeim mun kraftmeiri verða sprengingarnar. Vatnsirtnihald kviku hefur áhrif á seigju hennar og þar með afgösun og goshegðun. Þetta var rartnsakað á sýnum úr ungum alkalíbasaltískum hraunum Etnu og kom í ljós að þegar vatnið er meira en 1,5% af þyngd er seigja alkalíbasalts í Etnu mikil, álíka og í rhýólíti.18 Bent skal á að þessar niðurstöður eiga eingöngu við alkalíbasalt úr Etnu við hitastig á bilinu 550-1150 K. Tilgangur þessara rannsókna var að kanna hvort hátt vatnsinnihald gæti hafa aukið seigju kvikunnar þannig að hún gaus í þeytigosi. Þó að seigjan væri mun meiri en eldri líkön höfðu spáð, reyndist hún ekki nógu mikil til að valda þeytigosi svo lengi sem kvikan var ekki kólnuð niður í 500-600 °C, en um það em engin merki.18 Hvað með skyndilega þrýstings- lækkun? Gosrásakerfi Etnu er opið og fyllt kviku allt frá djúpa bráðnunarsvæðinu upp undir topp- gígana. Þetta gerir sífellda afgösun mögulega og þar af leiðandi næstum samfellt smágos í toppgígunum. Hættuleg gassöfnun í fjallinu er þess vegna minni en í öðmm eldfjöllum. I gjóskunni frá 122 f.Kr. fundust engar leifar útsprengds gígtappa, sem bendir til þess að fyrir 2100 ámm hafi aukinn gasþrýstingur líklega 13. mynd. Dæmi um hlutföll snefil- efnanna kalíum/lanþan og baríum/- lanþan, sem sýna best hugsanlega þróun gosbergs í Etnu. Aci Castello (neðst) er elsta gosbergið sem þekkt er í Etnu. Hlutföll snefilefna eru lík þeim sem finnast íheitum reitum. Efst eru hlutföll í gosbergi Vúlkans, sem gýs bergi sem varð til úr bráðnaðri jarðskorpu í miklum þeytigosum. Því yngra sem gosbergið er í Etnu, því rneira minna hlutföll snefilefna í því á Vúlkan. Þeim er þó sleppt í myndinni nema næstyngsta berginu frá 1999 úr Suðausturgígnutn, sem hefur greinilega nálgast hlutföllin í Vúlkani. Af þessu er sú ályktun dregin að Vúlkansvæðið geti haft einhver áhrif á Etnu. Myndina teiknaði höfundur eftir Schiano o.fl,n ekki heldur verið til staðar. Lítill fjallgarður styður við vesturhlíðina, en fyrir austan eldkeiluna, í átt að hafi, er fátt sem styður á móti jarðlagabungunni sem hleðst þar upp í sífellu, lag ofan á lag, og er því stöðugt í vissu ójafnvægi. Hugsan- legt er að austurhlíðin hafi gliðnað, ef til vill í kjölfar jarðskjálfta eða mikilla rigninga, og að ein aðfærslu- rásin hafi þess vegna víkkað eftir endilöngu. Þetta hafi valdið skyndi- legri þrýstingslækkun, eins og óvenjulega litlar gasblöðrur í gjóskunni sýna. Við það snar- breyttist kvikan í froðu og snögg- sauð langt rdður.17,18 Þar með hófst eldgos sem virðist hafa tæmt kviku- fyllt holrými niður á mikið dýpi, því að samsetning kvikunnar breyttist ekki í þessu gosi. Gætir áhrifa niðurstreymis- beltisins á kvikuna undir Etnu? Áberandi og skyndilegar breytingar í goshegðun og jarðefnafræði gos- efna hafa verið staðfestar nokkmm sinnum í gossögu Etnu. Eftir hraungosið mikla árið 1669 hækkaði hlutfall strontíum-samsætna ^Sr/^Sr (upp í 0,7037) sem í tugþúsundir ára hafði haldist innan fremur þröngra marka (0,7030-0,7032). Árið 1971 tvöfaldaðist innihald kalíums í gosefnum snögglega (frá um 2 þyngdarprósentum upp í næstum 10
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.