Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2004, Síða 13

Náttúrufræðingurinn - 2004, Síða 13
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 4), og samtímis urðu gos í hlíðum fjallsins algengari en áður og gosin almennt stærri.14 Nýlega hafa vanga- veltur um enn frekari breytingar vakið athygli. Snefilefnin, einkum lanþaníðin (REE) og hlutföll þeirra í gosefnum allt frá elstu hraun- lögunum í Aci Castello til gjóskunn- ar úr Suðausturgígnum 1999 voru borin saman við dreifingu sömu efna í gosefnum á eyrtni Vúlkan.11 I elstu gosefnum Etnu voru hlutföll snefilefna (t.d. kalíum/lanþan og baríum/lanþan) lík þeim sem finnast í möttulstrókum úthafseyja. Á síðustu 100.000 árum virðast þessi hlutföll hafa þróast í átt að sam- setningunni í Vúlkan (13. mynd). Elsta bergið frá Aci Castello hefur lág hlutföll sem samsvara úthafs- eyjum. Vúlkan, dæmi um sprengi- gjamt eldfjall í Miðjarðarhafi, hefur hins vegar mjög há hlutföll en nýjustu hraunin frá Suðaustur- gígnum (1999) hafa nálgast þessi gildi (til að gera myndina skýrari em önnur sýni ekki með en þau liggja milli Aci Castello og Suðaustur- gígsins). Hér vaknar spurningin: Sýnir þessi ferill, sem einnig má finna þegar önnur snefilefni eru borin saman, að Etna sé að breytast í átt að Vúlkani hvað varðar goshegðun? Ymsar túlkanir hafa verið settar fram um þetta, séu tölumar yfirleitt byggðar á nógu stórum gagna- gmnni, en þær em enn nokkrum vafa undirorpnar. Talið er að bráðn- unarsvæðið, sem fæðir Strombólí og Vúlkan, færist suður á bóginn í átt að Etnu með suðurhreyfingu jóníska skorpuflykkisins. Vökvar frá Vúlkansvæðinu kunna að seytla suður og blandast bráðinni undir Etnu og breyta þar með snefil- efnamynstrinu vemlega.11 Áberandi er að aðalefnin (kísill, ál o.fl.) em óbreytt, þannig að sennilega er um vökva að ræða en ekki kviku. Þetta kemur vel heim og saman við mikla losun vatns (200 þús. tonn/dag), koldíoxíðs (70 þús. tonn/dag) og brennisteinsoxíðs (4500 tonn/dag) úr Etnu,19 sem er óvenjulega mikið fyrir kviku sem er talin uppmnmn í möttlinum. Samkvæmt öðm líkani er svo að sjá sem ekki sé um slíka blöndun að ræða heldur myndist kvikan ennþá í sama möttul- stróknum án frekari utanaðkomandi áhrifa. Strókurinn hafi þó breyst sjálfur vegna stöðugrar losunar ýmissa efna út í bráðina. Önnur efrd ýmist sitji eftir sem kristallar eða safnist í kalíumríkum vökva sem seytli um strókinn og ummyndi hann. Bráðnunarsvæðið hafi nú étið sig inn í ummyndaðan hluta möttulstróksins, en í hrauni frá 1669 gætti í fyrsta skipti bráðar sem til varð í þessum hluta. Hátt brenni- steinsinnihaldið stafi af setberginu sem kvikan snertir á leiðinni upp að yfirborði.14 Hvert þessara líkana hefur sína kosti og hafa þau öll verið gagnrýnd með ámóta sterkum rökum. Ljóst virðist vera að þessi þróun Etnu, sé hún raunveruleg, er frekar hægfara og hefur ekki ennþá náð að breyta umtalsvert samsetningu þeirra efna sem mestu ráða um sprengihættu - kannski að vatnsmagni undanskildu. Endi þessi þróun í raun og veru með hættulegri goshegðun, eins og í Vúlkan, þá tekur það líklega enn nokkrar tugþúsundir ára. Þess þarf þó ekki, því stórgos eða jafnvel hamfaragos af völdum þróaðrar eða frumstæðrar kviku geta orðið innan vissra tímaskeiða að uppfylltum vissum skilyrðum sem að hluta til eru nú þegar til staðar. TÍÐNI STÓRRA GOSA í Etnu Framleiðni Etnu hefur verið nokkuð stöðug milli stórgosa síðan 1868, eða um 0,02 m3/sek. að meðaltali (en allt að 15 m3/sek. í stórgosum). Á þessum upplýsingum byggist nýtt líkan sem notað er til að meta stærð næsta stórgoss í fjallinu.20 Líkanið reiknar út hversu mikið af gosefnum mun koma upp á afmörkuðu tíma- skeiði. Tímasetning stórgoss er þó algerlega tilviljanakennd, en eftir að tiltekinn tími („endurkomutími") er liðinn frá síðasta stórgosi fara líkur á næsta stóratburði vaxandi. Þegar fjallið hefur náð þessu hættulega ástandi er heildarmagn gosefna frá síðasta stórgosi borið saman við það magn sem hefði átt að koma upp samkvæmt líkaninu. Magnið sem þá vantar upp á segir til um stærð næsta goss og er þá miðað við að allt sem á vantar komi upp í einu. Stórgos verður þó ekki nema þegar magnið sem á vantar reynist umtalsvert. Þetta var reiknað fyrir tímaskeiðið milli 1980 og 1997. Niðurstaðan var sú að árið 2000 væru líkurnar á stóru gosi orðnar miklar og reyndist það ekki alrangt. 20 í næstu framtíð má reikna með fleiri álíka stórum gosum þar sem enn er mikill kvikumassi til staðar í grunnstæðu kvikuhólfi undir fjall- inu, sem er sundurrist af nýlegum sprungum.7 Þrátt fyrir - en kannski líka einmitt vegna þess - að þekkingu á Etnu hafi fleygt fram er varla hægt að setja fram einfalda mynd af ástandi og eðli fjallsins. Víst er að næg verkefni bíða komandi kyn- slóða fræðimanna og annarra sem kanna vilja leyndardóma Etnu. Þakkir Höfundurirm þakkar sérfræðingum í Kataníu, sérstaklega dr. Sonju Calvari og dr. Massimo Pompilio, fyrir góðfúslega veittar upplýsingar og myndir. Þá er dr. Gertrud Keim og dr. Herbert Riepl þakkað fyrir leyfi til að birta myndirnar og öllum sem lásu yfir textann og veittu góð ráð. Heimildir 1. Kölbl, R. 1997. Frá Etnugosi 1991-1993. Náttúrufræðingurinn 66. 51-62. 2. Rothery, D.A., Coltelli, M., Pirie, D. & Wooster, M.J. 2001. Documenting surface magmatic activity at Mount Etna using ATSR remote sending. Bulletin of Volcanology 63. 387-397. 3. Calvari, S. & Pinkerton, H. 2002. Instabilities in the summit region of Mount Etna during the 1999 eruption. Bulletin of Volcanology 63. 526-535. 4. Calvari, S. og starfsmenn við Instituto Nazionale di Geofisica e Vulcanologia 2001. Multidisciplinary approach yields insight into Mt. Etna eruption. EOS 82. Nr. 52. 653-660. 5. Pompilio, M., Corsaro, R.A., Freda, C., Miraglia, L., Scarlato, P. & Taddeucci, J. 2001. Petrological evidences of a complex plumbing system feeding the July-August 2001 eruption of Mt. Etna. EOS Transactions AGU 82. Nr. 47. Fall Meeting Suppl. Abstract V5SC-08. 11
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.