Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2004, Qupperneq 15

Náttúrufræðingurinn - 2004, Qupperneq 15
Hólmfríður Sigurðardóttir Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags ÁNAMAÐKAR og NIÐURBROT SINU í LÚPÍNUBREIÐUIvr Á örfoka landi er jarðvegur yfirleitt snauður af næringarefnum enda á gróður og jarðvegslíf þar erfitt uppdráttar. Hér á landi hefur árangur hefðbundirtna aðferða við landgræðslu einkum takmarkast af lélegri jarðvegsuppbyggingu og hægu niðurbroti lífrænna leifa. Næringarefni, sérstaklega köfnunarefni, eru því bundin í sinu og öðrum lífrænum leifum og nýtast ekki plöntum og öðru lífríki sem skyldi.1 Alaskalúpína, Lupinus nootkatensis, var flutt til landsins árið 19452 og hefur reynst vel til uppgræðslu á láglendi. Kostir lúpínunnar sem landgræðslujurtar felast einkum í því að hún þarfnast ekki áburðargjafar, er stórvaxin og myndar samfelldar og þéttar breiður með mikilli sinu.3 að er vel þekkt að ánamaðkar auka frjósemi jarðvegs og framleiðslugetu lands eftir að þeir hafa borist á næringarsnauð svæði.4 Á Rannsóknastofnun land- búnaðarins (RALA) var á árunum 1991-1993 unnið að rannsóknum á ánamöðkum í lúpínubreiðum. Markmið rannsóknanna var að afla upplýsinga um magn og tegundasamsetningu ánamaðka í misgömlum lúpínubreiðum og þátt þeirra í niðurbroti lúpínusinu. Rannsóknirnar fóru fram á sömu stöðum og rannsóknir Borgþórs Magnússonar, Sigurðar H. Magnússonar og Bjarna Diðriks Sigurðssonar5,6 og þar má finna ítarlegri upplýsingar um þessar sömu lúpínubreiður. Tegundir ÁNAMAÐKA Ánamaðkar tilheyra liðormum (Annelida). Á íslandi eru að minnsta kosti ellefu tegundir ánamaðka sem allar tilheyra ættbálkinum Lumbri- cidae (1. tafla). Til fróðleiks má nefna að annars staðar á Norðurlöndum eru þekktar tæplega 20 tegundir og eru íslensku tegundirnar þar á meðal. Bjami E. Guðleifsson á tilrauna- stöð RALA á Möðruvöllum hefur gefið flestum íslensku tegundunum heiti eftir útliti og því umhverfi sem þær finnast í. í nafngiftum sínum hefur Bjarni notað viðliðinn áni, sem er stytting af orðinu ánamaðkur. Stóráni, eða skoti í daglegu tali, er stærsta tegund ánamaðka sem fundist hefur hérlendis og er hann eftirsóttur til beitu. Taðáni og grááni eru algengar tegundir í túnum og görðum (1. mynd). Sjást þær oft skríða um stéttir í vætutíð. Smá- vaxnar tegundir eins og mosaáni og svarðaráni finnast einkum í úthaga. Ánamaðkar fjölga sér með kúlu- laga egghylkjum með seigu hýði. Egghylkin liggja í efsta moldarlaginu og er þroskunartími þeirra um það bil eitt ár en fer eftir hita- og rakastigi. Á norðlægum slóðum er algengt að 2-5 tegundir ánamaðka lifi saman í jarðvegi, en þó getur þá vantað alveg, t.d. í mjög blautum og súrum jarðvegi. Ánamaðkar verða ekki langlífir. Við náttúrlegar aðstæður er talið að þeir verði yfirleitt ekki eldri en 2-3 ára. Stóm tegundimar verða eitthvað eldri en þær smáu.4 a Þessi grein er unnin í kjölfar alþjóðlegrar ráðstefnu um lúpínur sem haldin var á Laugarvatni sumarið 2002. Stytt útgáfa hennar mun birtast í ráðstefnuriti síðar á árinu. Náttúrufræðingurinn 72 (1-2), bls. 13-19, 2004 13
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.