Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2004, Side 17

Náttúrufræðingurinn - 2004, Side 17
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 2. mynd. Jaðar lúpínubreiðu á Háamel í Heiðmörk við Reykjavík. - A lupin patch in Heiðmörk, southwest lceland. Ljósm./Photo: Hólmfríður Sigurðardóttir. Heiðmörk við Reykjavík (2. mynd). Með hálfs mánaðar millibili frá júní fram í september 1991 voru tekin fimm jarðvegssýni, 25x25x30 cm, á 10 m löngum mælisniðum: (a) úr lítt grónum mel utan við lúpínubreiðu; (b) í jaðri breiðunnar þar sem lúpína hafði verið í 4 ár; (c) í miðju hennar þar sem breiðan var 12 ára gömul og lúpína var nær einráð og (d) í 20 ára gamalli lúpínu í elsta hluta breið- urtnar þar sem hún var tekin að gisna (2. tafla). Sýnin voru skoluð varlega gegnum fjögur sígti, 40x30 cm, með minnkandi möskvastærð og var neðsta sigtið 1 mm. Fimm sýni af jarðvegi, frá yfirborði niður á 10 cm dýpi voru tekin á hverju mælisniði. Mælt var magn kolefnis og köfnunarefnis í jarðvegi og sýrustig ákvarðað. Jarðvegssýnin leiddu m.a. í ljós að kolefnis- og köfnunarefnisinnihald í þeim var hærra í elsta hluta lúpínubreiðunnar en í jaðri og utan hennar (2. tafla). Ánamaðkar fundust ekki í meln- um utan við lúpínubreiðuna, en hins vegar fundust þrjár tegundir þegar inn í hana var komið, þ.e. mosaáni, svarðaráni og taðáni. Tegundirnar fundust á öllum mælisniðum í lúpínubreiðunni en töluverður munur var í tegunda- samsetningu eftir aldri breiðunnar (3. mynd). Smávöxnu tegundirnar mosaáni og svarðaráni, sem lifa í lífrænum leifum á yfirborði jarð- vegsins, voru nær einráðar í jaðri breiðunnar þar sem lúpínan var að nema land. Þetta eru harðgerðar tegundir með norðlæga útbreiðslu og finnast víða í úthaga.10 Þessar tegundir virðast vera einstaklega dugandi landnemar og má ætla að þær gegni mikilvægu hlutverki við jarðvegsmyndun í lúpínubreiðum. Svarðaráni var ríkjandi tegund í elsta hluta breiðunnar þar sem lúpína hafði verið í 20 ár. Hlutdeild taðána, sem er stórvaxnari og lifir neðar í jarðveginum, var einnig mikil í elsta hluta breiðunnar en fremur lítil í jaðri hennar. Taðáni er einnig algeng tegund í frjósömum jarðvegi hérlendis.11 Fjöldi og lífmassi ánamaðka og egghylkja var minnstur í jaðri lúpínu- breiðunnar þar sem lúpínan var að nema land, eða um 140 ánamaðkar og egghylki/ m2, og var lífmassi ána- maðka um 2 g þurrvigt/m2. Þar sem lúpínan hafði verið í 12-20 ár og myndað þétta breiðu var fjöldi ána- 2. tafla. Þekja lúpínu og meðaltalsgildi jarðvegsþátta utan og innan lúpínubreiðu á Háamel í Heiðmörk við Reykjavík. - Values of lupin cover and soil properties outside and within a lupin patch in Heiðmörk, southwest Iceland. Áætlaður aldur lúpínubreiðu/ Estimated age ofa lupin patch 0 ár/years 4 ár/years 12 ár/years 20 árlyears Þekja lúpínu' / Lupin cover (%) 1,7 71,3 75,5 79,7 Kolefnisinnihald /Soil C (%) 0,59 0,97 1,33 1,38 Köfnunarefnisinnihald / Soil N (%) 0,05 0,08 0,12 0,11 Sýmstig /Soil pH 6,29 6,14 6,11 6,24 i Þekja var reiknuð frá miðgildi þekjubils og gat að hámarki náð 88%, sem jafngildir fullri þekju. - Cover was calculatcd from cover midpoitits, max. values are 88%.3 15

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.