Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2004, Side 18

Náttúrufræðingurinn - 2004, Side 18
Náttúrufræðingurinn 4 8 12 16 20 Aldur lúpínubreiðu (ár) / Estimated age of the lupin patch (years) 3. mynd. Fjöldi og tegundasamsetning ánamaöka eftir aldri lúpínubreiðu á Háamel í Heiðmörk við Reykjavík. Meðaltal ± staðalskekkja, n=5. - Number and species composition of earthworms in different succession stages of a lupin patch in Heiðmörk, southwest lceland. Average, n=5. Aldur lúpínubreiðu (ár) / Estimated age of the lupin patch (years) 4. mynd. Fjöldi og lífmassi (g þurrvigt) ánamaðka og egghylkja eftir aldri lúpínubreiðu á Háarnel í Heiðmörk við Reykjavík. Meðaltal ± staðalskekkja, n=5. - Number and biomass (g dry weight) of eárthworms in different succession stages of a lupin patch in Heiðmörk, southwest lceland. Average ± s.e., n=5. maðka og egghylkja mestur, eða um 300-500 ánamaðkar/m2, 400-700 egghylki/m2 og lífmassi ánamaðka 10-12 g þurrvigt/ m2 (4. mynd). Þessi munur í fjölda ánamaðka og egghylkja stafar af auknum fjölda svarðarána og taðána í elsta hluta breiðunnar en munur á lífmassa sta- far af því að hlutdeild taðána var þar mikil, en eins og áður hefur komið fram er taðáni stórvaxnari en svarð- aráni og mosaáni. Fjöldi, lífmassi og æxlunarhæfni ánamaðka er háð fæðuframboði svo framarlega sem önnur skilyrði í jarðvegi, eins og raki og sýrustig, eru í lagi!2 Fjöldi ána- maðka og egghylkja í lúpínu- breiðunni á uppgræðslusvæðinu á Háamel í Heiðmörk var mikill miðað við ungan aldur breiðunnar og var sambærilegur við fjölda ánamaðka í frjósömum túnum á Suðurlandi!1 NlÐURBROT LÚPÍNUSINU Á Háamel í Heiðmörkvið Reykjavík Alaskalúpína er stórvaxin jurt og er því yfirleitt mikil sina í breiðum þar sem hún vex. Einkum eru stönglar áberandi, þeir mynda nær samfellt botnlag og eru um 65% af heildarlíf- massa sinunnar að hausti.8 Til að afla upplýsinga um áhrif ánamaðka á niðurbrot lúpínuleifa á Háamel í Heiðmörk voru settir út niðurbrot- spokar með mismunandi möskva- stærð, 1 mm og 6 mm, þar sem lúpína hafði verið í 12 ár og var enn þétt og nær einráð í gróðurfari (5. mynd). Fínni möskvastærðin (1 mm) heldur ánamöðkum og öðrum stærri jarðvegsdýrum sem brjóta niður plöntuleifar frá, en þau geta flest komist í gegnum grófari möskvana (6 mm). Pokarnir voru síðan teknir upp með nokkru milli- bili, þeir síðustu tæpum 2 árum eftir að tilraunin hófst. Niður- stöðurnar sýndu að niðurbrot lúpínusinu var hraðara í gróf- möskva pokum en í fínmöskva pokum. Einungis 10% af lúpínu- blöðunum voru eftir í grófmöskva pokunum vorið eftir að lúpínan felldi laufið en á sama tíma voru um 30% af blöðunum eftir í fín- möskva pokunum. í báðum gerðum poka voru blöðin nær horfin að hausti (6. mynd). Á sama tíma var um helmingur stöngla eftir í pokunum (7. mynd). Meðan á þessari rannsókn stóð fundust iðulega ánamaðkar og ána- maðkasaur á yfirborði jarðvegs undir grófmöskva niðurbrots- pokunum og í lúpínusinunni inni í þeim, en ekki í fínmöskva pokun- um. Því má ætla að tilvist ána- 5. mynd. Niðurbrotspokar í iúpínubreiðu. - Mesh bags in a lupin patch. Ljósm./Photo: Hólmfríður Sigurðardóttir. 16

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.