Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2004, Síða 26

Náttúrufræðingurinn - 2004, Síða 26
Náttúrufræðingurinn 4. mynd. Eldra Stampahraun upp affjörunni við Kerlingarbás (sjá má gjóskulagið R-3 ofan á hrauninu lengst til hægri á myndinni). - An outcrop into the Older Stampahraun lava at the shore of Kerlingarbás (a view towards east from Önglabrjótsnef). Ljósm./Photo: Magmís Á. Sigurgeirsson. 5. mynd. Gjóskulagið R-3 ofan á Eldra Stampahrauninu á Önglabrjótsnefi. - The tephra layer R-3 on top of the Older Stampahraun lava at Önglabrjótsnef. Ljósm./Photo: Magnús Á. Sigurgeirsson. nærliggjandi hafa byggt upp Öngla- brjótsnef, en þar er hraunið að minnsta kosti fimm metra þykkt (4. mynd). Gosvirknin hefur einkennst af kvikustrókavirkni og hraunrennsli. Hrauntröð liggur frá gígnum út eftir Önglabrjótsnefi. Þegar hraungosinu linnti færðist virknin að nýju á neðan- sjávarhluta gossprungunnar og þeytigos varð í sjó með tilheyrandi öskumyndun og þá myndaðist ösku- lagið R-3, sem fyrr er nefnt. Af þykkt öskunnar á landi að dæma, en hún er allt að 1,2 m, hafa upptökin verið innan við 1 km frá núverandi strönd í beinu framhaldi af Eldri Stampagíga- röðinni. Athuganir leiddu í Ijós að ösku- lagið R-3 er yfirleitt mjög rofið og að upphafleg þykkt þess hafi því verið mun meiri en nú mælist. Varlega áætlað gæti lagið hafa verið rúmlega þriggja metra þykkt við Kerlingar- bás.4 Skýr merki eru um að askan hafi kaffært hraun og gíga næst ströndinni. Á Önglabrjótsnefi mynd- ar R-3 víða 10-20 cm þykka túffskán ofan á Eldra Stampahrauninu (5. mynd). Af þykktardreifingu gjósk- unnar að dæma hefur gígrimi upptakagígsins að öllum líkindum náð inn á ströndina við Kerlingar- bás. Útbreiðsla öskulagsins R-3 inn til landsins hefur einkum verið til norðausturs, í áttina að Njarðvíkum (1. mynd). Öskufall yfir hafsvæði er óþekkt en hefur vafalítið verið talsvert. I lokaþætti þessara elda rann Tjaldstaðagjárhraun, nokkrum árum eða áratugum eftir Eldra Stampa- gosið. Hraunið rann frá um 1 km langri gígaröð um 1 km norðaustur af Eldri Stampagígaröðinni. Hraunið er mestmegnis úfið apalhraun en dálítil spilda af helluhrauni myn- daðist þó einnig. Samanlagt eru gígaraðirnar báðar um 6 km að lengd. Sjáanlegt flatarmál hraun- anna er um 11,4 km2. Hins vegar má hækka þessa tölu um allt að 4 km2, eða sem nemur því landsvæði sem þakið er Yngra Stampahrauninu. Heildarflatarmál hraunanna gæti legið nærri 15 km2. Rúmmál hraun- anna gæti verið um 0,1 km3, miðað við 5 metra meðalþykkt. Nokkur landauki var af Eldra Stampahraun- inu við norðvesturströnd Reykja- ness, frá Önglabrjótsnefi, um Kinna- berg og austur að Stóru-Sandvík. Varlega áætlað má telja að um 500 m breið og um 4 km löng ræma hafi bæst við þáverandi strönd. Um miðja Stampagígaröðina eru tveir gígar sem bera þess merki að hafa hlaðist upp nærri fjöruborði en innan um gjall í þeim má finna núna fjörusteina (6. mynd). Út frá gerð gjóskunnar má fara nokkru nærri um myndunarsögu gíganna. Upp- haf gosvirkninnar hefur einkennst af gufusprengingum þegar sjór streymdi að gosopunum. Gosefnin hafa þá einkum verið fínkoma aska en síðar, þegar tekur fyrir aðstreymi sjávarins, verður gjallframleiðsla 24
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.