Náttúrufræðingurinn - 2004, Síða 28
Náttúrufræðingurinn
7. mynd. Dreifing virkra gossprungna á Reykjanesskaga fyrir um 2000 árurn.5,6,22,23,24
- The distribution of volcanic fissures on the Reykjanes Peninsula active 1800-2100 y
BP. Myndin er birt með leyfi Landmælinga. Photo: National Land Surrey oflceland.
8. mynd. jarðvegur (rauðoxaður) undir hrauni í Óbrinnishólum. Á myndinni sjást dökk
gjóskulög næst undir hrauninu. - Soil owerflowed by a lava floiv at Óbrinnishólar,
eastern Reykjanes Peninsula. Tephra layers are found in the soil (black stripes).
Ljósm./Photo: Magntís Á. Sigurgeirsson.
2. tafla. Notadrjtíg öskulög við aldursákvörðun hrauna á Reykjanesskaga. - The most
useful tephra layers in soils of SW-lceland for dating late-Holocene lava flows on the
Reykjanes Peninsula.
Öskulag Aldur Upptök Einkenni
Tephralayer Age Source Characteristics
Miðaldalagið12 1226 e.Kr. Reykjaneshryggur Grátt, sendið
Landnámslag25,26 870-880 e.Kr. Vatnaöldur / Torfajökulssvæði Tvílitt
„Gráa lagið"4 Um 600 e.Kr. Hekla Grátt
Kötluaska4 Um 2000 ára Katla Svart/rauðbrúnt
Hekla-A15,27 Um 2500 ára Hekla Gulgrátt
Reykjanesi eftir Eldra Stampagosið
og má reikna með að gjóskulagið R-
3 ásamt upptakagíg þess hafi verið
meginuppspretta þess. Lagið er
mjög rofið, eins og fyrr segir, og víða
í sköflum. Við Stóru-Sandvík, þar
sem jaðrar Eldra Stampahrauns og
Tjaldstaðagjárhrauns mætast, sést að
þykkir skaflar hafa hlaðist upp við
jaðar Stampahraunsins áður en
yngra hraunið rann upp að því. Af
jarðvegssniðum að dæma var
jarðvegur á Reykjanesi sendinn og
rýr öldum saman eftir eldana.
Gosskeið á
Reykjanesskaga
FYRIR UM 2000 ÁRUM
Vitað hefur verið um nokkurt skeið
að hraun runnu víða á Reykjanes-
skaga fyrir um 2000 árum. 11. töflu
hefur verið safnað saman upp-
lýsingum um aldur og uppruna gos-
myndana frá þessum tíma. Eins og
þar má sjá hafa öll eldstöðvakerfin
fjögur á Reykjanesskaga verið virk
fýrir um 1800-2100 árum. Hraun
runnu á landi allt frá Reykjanesi í
vestri að Nesjavöllum í austri og
gjóskugos urðu í sjó undan Reykja-
nesi og í Þingvallavatni (6. mynd).
Vísbendingar hafa komið fram um
nokkur hraun til viðbótar, einkum í
Brennisteinsfjöllum, sem gætu verið
frá þessu tímabili.16 Því til stað-
festingar vantar hins vegar traustari
aldursákvarðanir. Sama má segja
um hraun í Heiðmörk.
Við aldursákvörðun hrauna hefur
verið stuðst við gjóskulagatímatal og
14C-aldursgreiningu á koluðum
gróðurleifum sem finnast undir
þeim. Aldursgreining með gjósku-
lagatímatali gefur besta raun ef hægt
er að skoða gjóskulög bæði ofan á
hrauni og undir því (8. og 9. mynd).
Á þann hátt má þrengja aldusbil
þess verulega. Torvelt getur hins
vegar reynst að komast að undirlagi
hrauna, einkum hinna eldri eins og
gefur að skilja. Árangursríkt hefur
reynst að skoða í bakka gjallnáma og
lækjarfarvega (2. tafla). Líkt og gildir
með gömul hraun er aldur forsögu-
legra gjóskulaga aðallega fenginn
með hjálp 14C-aldursgreininga á
26