Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2004, Blaðsíða 29

Náttúrufræðingurinn - 2004, Blaðsíða 29
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 9. inynd. Gjóskulög í jarðvegi á vestanverðum Reykjanesskaga. Lögin eru eftirfarandi, talin ofan frá: Miðaldalag (frá árinu 1226), Landnámslag (frá því um 870), Heklulag (-1400 ára), Kötlulag (-2000 ára) og Hekla-A (2500 ára). - A soil section with several tephra layers on the western part of Reykjanes Peninsula. From top to bottom: the Medieval Tephra Layer (fortned 1226 AD), the Landnám Tephra Laycr (formed -870 AD), Hekla tephra layer (-1400 y BP), Katla tephra layer (-2000 y BP) and Hekla-A (-2500 y BP). Ljósm./Photo: Magnús Á. Sigurgeirsson. gróðurleifum sem liggja næst undir þeim. Nokkur skekkja getur því verið í aldri þessara gjóskulaga. Notagildi gjóskulaga við tíma- setningu gosmyndana er ekki síst fólgið í því að þau virka sem „jafn- tímalínur", þ.e. sérhvert gjóskulag er jafngamalt hvar sem það finnst. Til að gæta samræmis eru allar aldurstölur sem fengist hafa með 14C-aldursgreiningum gefnar upp í óleiðréttum kolefnisárum (1. tafla). Komið hefur í ljós að styrkur kol- efnis í andrúmslofti hefur verið breytilegur á nútíma og leiðréttinga því þörf við útreikninga á raunaldri, þó mismikilla eftir tímabilum.28 Varðandi það tímabil sem hér um ræðir er einungis smávægilegra leiðréttinga þörf og má líta svo á að kolefnisaldurinn sé mjög nærri raunaldri. Skekkjumörk (vikmörk) greininganna eru á bilinu 70-180 ár. Fremur lítið er hægt að segja til um framvindu eldvirkninnar á gos- skeiðinu vegna hárra skekkjumarka aldursgreininganna. Af 14C-aldurs- tölunum að dæma gæti virst sem marktækur munur sé á hraunum frá Hengilskerfinu og hraunum vestar á Reykjanesskaga. í þessu sambandi ber þó að hafa í huga að aldurs- greiningar á koluðum gróðurleifum undan hrauni gefa ekki raunaldur hraunsins heldur segja til um aldur gróðurleifanna. Eiginaldur plantna er mjög mismunandi eftir tegund- um og skiptir því verulegu máli hvaða tegundir veljast til aldurs- greiningar. Gróðursýni geta einnig verið blönduð misgömlum plöntu- hlutum, sem skekkir aldursgrein- inguna. í þessu sambandi má benda á yfirlitsgrein eftir Pál Theodórsson29 um aldursgreiningar með kolefni-14. Þrátt fyrir ýmsa annmarka má ljóst vera að aldursgreiningar með geis- lakoli gefa mikilvægar vísbendingar um aldur hrauna. Lokaorð Telja verður líklegt að gosskeiðið fyrir um 2000 árum hafi einkeimst af nokkrum aðgreindum eldum líkt og síðasta gosskeið á Reykjanesskaga. Þá urðu öll eldstöðvakerfin fjögur virk, hraun ruimu á að minnsta kosti ellefu stöðum og þeytigos urðu í Þingvallavatni og í sjó undan Reykjanesi. Til að fá úr þessu skorið þyrfti hins vegar mun nákvæmari aldursgreiningar en nú eru fyrir hendi. Tiltæk gögn benda til að gosskeiðið fyrir 2000 árum hafi varað í að minnsta kosti tvær aldir og það síðasta í u.þ.b. þrjár aldir. Mikill fjöldi hrauna hefur runnið á Reykjanesskaga á nútíma og eru líkur til að skipta megi þeim til gosskeiða líkt og hér hefur verið gert. Einn helsti annmarki á því er upplausn aldursgreininga. Ná- kvæmni 14C-aldursgreininga og gjóskulagatímatals verður almennt lakari eftir því sem lengra er farið aftur í tímann. Næsta víst má þó telja að fyllri mynd fengist af gosvirkni á fyrri hluta nútíma með kerfis- bundinni rannsókn þar sem báðum þessum aldursgreiningaraðferðum væri beitt. SUMMARY The volcanic history of Reykjanes, SW-Iceland- a volcanic episode -2000 y BP In this paper a volcanic episode of the Reykjanes volcanic system, taking place around -1900 BP, is described. Its main volcanic events are discussed and its rela- tion to the volcanic activity on the Reykjanes Peninsula in general. In the period 1800-2100 BP all the four volcanic systems of the peninsula became active. The Reykjanes volcanic system is about 25 km long with its southemmost 9 km extending into the sea off Reykjanes. The volcanic activity is char- acterized by effusive activity on land of Hawaiian type and hydrovolcanic activi- ty in the sea where fissures open under- water. The latest eruptions of the Reykjanes volcanic system date to the 13th century AD, i.e. the Reykjanes Fires 1210-1240 AD. The Reykjanes Fires were a part of a long-lasting volcanic episode involving all the other volcanic systems on the Reykjanes peninsula. The dura- tion of this episode was about four cen- turies, i.e. 9th to 13th century AD. Approximately 1900 years ago, a vol- canic emption of Surtseyan type started in the sea close to the shore off Reykjanes. Based on a stratigraphic study of the ash deposits it may be concluded that tuff cone(s) formed close to the present shore. Nowadays, only its outermost rim is pre- served as highly indurated tuff deposit 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.