Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2004, Side 35

Náttúrufræðingurinn - 2004, Side 35
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags mældi hann frá 6 mm í suðri til 45 mm í norðri. Eins og sjá má af ferl- inum á 4. mynd var fjöldi mældra eintaka sums staðar með minnsta móti og raunar allt niður í fjögur. Að lokum benti hann á að frá eósentíma og fram að lokum síðasta jökul- skeiðs og nútíma færu rataskeljar stækkandi og það væri í samræmi við þá hnattrænu kólnun sem átti sér stað á tertíertímabili og ísöld. Þegar hefur verið bent á að í Norður-Atlantshafi séu að öllum likindum tvær tegundir rataskelja og þær hafa ekki sömu útbreiðslu þar sem önnur þeirra, Hiatella rugosa, nær mun lengra norður í heim- skautasjó. Hún verður einnig mun stærri. Á það má einnig benda að ýmsar aðrar skeldýrategundir verða algengari í botndýrasamfélögum eftir því sem norðar dregur og meðalhiti sjávar fer lækkandi og ekki virðist einhlítt að hitastigið eitt ráði alfarið meðallengd rataskelja í gefnu botndýrasamfélagi. I Kyrra- hafi hafa Rowland og Hopkins30 sýnt fram á að í nokkrum tilvikum eru rataskeljar í hlýjum sjó fullt eins stórar og skeljar úr mun kaldari sjó. Þá kom m.a. í ljós að rataskeljar frá Hvíthöfða (Cape Blanco) í Oregon, þar sem sjávarhiti í febrúar er 9,1°C, eru ekki marktækt stærri en skeljar frá Hawaiieyjum, þar sem sjávarhiti að vetrarlagi fer varla niður fyrir 21°C. Einnig mátti sjá að meðallengd rataskelja í botndýrasamfélögum í Mazatlan á vesturströnd Mexíkó, þar sem sjávarhiti í febrúar er 21°C, og í Bahia de los Angeles í Kali- fomíuflóa, þar sem hann er 15,0°C, var fyllilega sambærileg við meðal- lengd skelja í mun kaldari sjó. Niðurstöður þeirra voru því þær að fleira en hitastig sjávar ráði því hversu stórar rataskeljar verða og í Kyrrahafi hefðu aðrir umhverfis- þættir, eins og t.d. aukin samkeppni í hlýrri sjó, áhrif á stærð þeirra. Þá má einnig gera ráð fyrir því að magn uppleysts kalks í sjónum hafi sín áhrif á stærð skeljanna og hversu auðvelt þeim reynist að ná í þetta kalk. Að lokum bentu Rowland og 30 . Hopkins á að rataskeljar virðast ekki sýna ýmsar sveiflur í sjávarhita á nýlífsöld, sem komið hafa í ljós með öðrum aðferðum eins og t.d. mælingum á hlutfalli súrefnissam- sætna í sæskeljum. Niðurstöður hljóta því að verða þær að ekki sé einhlítt að nota stærð (meðallengd) rataskelja til þess að segja með nákvæmni til um foman sjávarhita, þó að hún geti oftast nær verið sæmileg vísbending. Jarðsaga Ættkvísl rataskelja (Hiatella) kom fyrst fram að því er virðist á júratímabili í Vestur-Evrópu, á krít- artímabili komst hún til núverandi Norður-íshafs og á eósentíma ter- tíertímabils náði hún loks til suðurhvels jarðar.31 Elstu menjar um ættkvíslina á Kyrrahafssvæðinu em frá ólígósentíma á tertíer.32,33 Talið er að H. arctica eigi uppmna sinn að rekja til H. sakhalinensis (Takeda, 1953),34 sem er þekkt frá Japans- eyjum, og hún hafi fyrst komið yfir í Norður-íshaf og Norður-Atlantshaf eftir að Beringssund opnaðist fyrir 4,8-5,5 milljón árum.27,31 Þá hafi hún blandast þeim rataskeljum sem þar vom fyrir og frá þeim hópi hafi síðan H. rugosa þróast, líklegast frá H. vera (Deshayes, 1856)35 sem er all- einkennandi fyrir setlög frá eósen- tíma á svæðinu frá Suður-Englandi til Parísar (Anglo-Paris Basin).31 Þannig virðist mega gera ráð fyrir því að önnur rataskelin sem finnst í Norður- Atlantshafi eigi uppruna sinn að rekja til Kyrrahafs en hin til Atlants- hafs. Hins vegar em þær báðar ósjadan taldar uppmrtnar í Atlants- hafi, einkum í eldri ritum (sjá t.d. Durham og MacNeil 1967).36 Rataskeljar hafa fundist mjög víða í íslenskum setlögum, en elstu ummerki um þær hér á landi em í Tjörneslögum, þar sem þær koma fyrst í ljós neðst í krókskeljalögum.37 Það virðist allgóð vísbending um að þar hafi verið á ferðinni H. arctica, sem kom úr Kyrrahafi ásamt öðmm dýrahópum þegar hafstraumar breyttust þar til norðlægari átta og sterkari straumur varð út gegnum Beringssund er sundið milli Kyrra- hafs og Atlantshafs á Mið-Ameríku- svæðinu (Panama) lokaðist fyrir um 3,6 milljón árum.38 Um það leyti mynduðust krókskeljalögin á Tjör- nesi og ef hin evrópska rataskel, H. rugosa, hefði lifað við ísland á þeim tíma hefðum við átt von á að finna leifar hennar í neðri lífbeltum Tjörneslaganna, tígul- eða gáru- skeljalögunum. Rataskeljar hafa síðan verið meðal algengustu skel- dýrategunda í íslenskum sjávar- setlögum bæði frá ísöld og nútíma, og er væntanlega þar um báðar tegundimar að ræða. Líklegt er þó að á kuldatímum hafi H. rugosa verið ríkjandi rataskeljategund hér við land og á jökulskeiðum og síðjökul- tímum, þegar sjávarhitinn við landið var töluvert lægri en nú á dögum, hafi hún verið eina rataskelja- tegundin við Islandsstrendur. SUMMARY The bivalve genus Hiatella in the North Atlantic and Cainozoic sea temperatures The genus Hiatella comprises at least two species in the North Atlantic, H. arctica and H. rugosa, as strongly indicated by two different larval forms. They are rather easily distinguished and can be separated to a certain extent after meta- morphosis, but become indistinguishable in shell form after about two weeks of post-larval growth. The two species have different geographical distribution as H. rugosa is more arctic and extends north- ward into the high arctic region, whereas H. arctica has its northem limit in north- em Norway and northwest and north Iceland. It also extends farther soutli in the Atlantic to north Angola, whereas H. rugosa reaches Morokko. They also live in the North Pacific south to Panama and Japan. The genus is also present in the Southem Hemisphere, but whether the specimens there belong to these species or some distinct southem species is also con- troversial. Both species prefer shallow water close to the coasts, but they can reach down to a depth of 2190 m (west of Ireland). However, it must be pointed out that it is difficult to give the exact geo- graphical distribution and depth range for each species as they are treated to- 33

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.