Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2004, Síða 38

Náttúrufræðingurinn - 2004, Síða 38
Náttúrufræðingurinn plantna sem hafi fundist umhverfis vörugeymslur á Reykjavíkurflug- velli. Á síðari áratugum virðist sem einna mest beri á aðfluttum plöntum í nágrertni Sundahafnar. Á þeim tíma síðustu aldar sem Ingólfur fylgdist best með slæðing- um var nokkuð áberandi hversu margar plöntur bárust inn í landið með hænsnafóðri og birtust fyrst í grennd við stærstu kjúklingabúin. Á þeim tíma sem túnrækt bænda stóð hvað hæst barst mikið af erlendum plöntum inn í landið með grasfræi og átti þaðan greiða leið í sáðsléttur um allt land. Flestar slíkar tegundir hurfu aftur úr sáðsléttunum á öðru eða þriðja ári. Minna hefur borið á slíkum flutningi síðar, eftir að meiri áhersla er lögð á hreinsun fræsins. NÝJUNGAR FRÁ SUMRINU 2003 Eftir að Ingólfur Davíðsson féll frá var um skeið minna fylgst með landnámi slæðinga í flórunni. Þó hef ég reynt að halda slíkum upplýs- ingum til haga á ferðum mínum um landið og einnig upplýsingum sem berast til Náttúrufræðistofnunar Islands frá athugulum einstakling- um og áhugamönnum um grasa- fræði. Minna virðist hafa verið um aðflutning nýrra plantna síðari árin, m.a. vegna breyttra búskaparhátta í sveitum landsins, betri hreinsunar grasfræs og meira malbiks við hafnir og á flugvöllum landsins. Þó bar svo við að síðastliðið sumar bárust mér upplýsingar um nokkrar plöntur, sem ekki höfðu verið skráðar hér áður, og eru þær tilefni þessarar greinar. Nú á dögum virðist uppgræðsla meðfram ný- lögðum þjóðvegum og víðar vera ein helsta aðflutningsleið erlendra tegunda inn í landið, enda er enn mest notað erlent grasfræ í þeim tilgangi. Þótt áhersla sé lögð á að nota vel hreinsað fræ, er greinilega í sumum tilfellum töluverður mis- brestur á hreinsuninni. Einnig er ofurlítið um að ræktaðar skrautjurtir breiðist út um næsta nágrenni sitt, en venjulega er það þó aðeins á takmörkuðum blettum. Mun ég hér 1. mynd. Skúfasúra við brún vegarins milli Eiða og Egilsstaða á Fljótsdalshe'raði. Ljósm. Hörður Kristinsson. á eftir gera nánari grein fyrir þeim plöntum nýjum, sem mér bárust upplýsingar um á síðasliðnu ári. Eins og fram kemur í umfjölluninni, er alls óvíst um flestar þeirra hvort þær koma til með að ílendast eða ekki. Skúfasúra Rumex thyrsiflorus Fingerh. Fjölær, einkynja jurt af súruættinni sem minnir nokkuð á túnsúru en er töluvert stærri og með áberandi stærri, margblóma blóm- skipan. Laufblöðin eru áberandi aflöng, 15-25 cm á lengd en aðeins 1,5-3 cm á breidd, örlaga eða spjót- laga með mjóum, útstæðum flipum við blaðfótinn. Af skúfasúru sá ég aðeins eina, mjög stæðilega og fyrirferðarmikla jurt meðfram þjóðveginum milli Eiða og Egilsstaða á Fljótsdalshéraði (1. mynd). Hún hefur trúlega verið orðin nokkurra ára gömul, með mjög blómmörgum blómskipunum með kvenblómum. Engin fræ- myndun var sjáanleg á henni þótt þetta væri í síðustu viku af ágúst, enda óvíst að nokkrar karlplöntur séu í nágrenninu sem gætu orðið 36
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.