Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2004, Page 46

Náttúrufræðingurinn - 2004, Page 46
Náttúrufræðingurinn mynd. Prótín eru sett saman úr 20 mismunandi amínósýrum sem raðað er eftir fyrirsögn RNA- sameinda, afrita af genum, í peptíð- keðjur sem oft eru nokkur hundruð amínósýrur á lengd. Þetta er gert á ríbósómum í umfrymi frumna. En amínósýrumar berast ekki beint á mRNA-mótið heldur em þær fyrst tengdar hver við sína tRNA-sam- eind og það em tRNA-sameindimar en ekki amínósýrurnar sjálfar sem tengjast mRNA-mótinu. Tenging amínósýra og tRNA er hvötuð af svonefndum espunarensímum og er sérstakt ensím fyrir hverja amínó- sým. Hver tRNA-sameind greinir þriggja kima röð (tákna) á mRNA- sameindirtni og tengist henni með vetnistengjum. Jafnframt tengjast tRNA-sameindirnar ríbósómunum en þar em þrjú set fyrir þær. Við tengingu tveggja amínósýra, sem RNA ríbósómanna annast, færist mRNA-sameindin um þrjú kirni, tRNA án amínósýru er fjarlægt og næsta tRNA með amínósým kemst að á ríbósóminu. Þannig lengist keðjan þar til komið er að stöðvun- armerki nálægt enda mRNA-sam- eindarinnar. Hvernig í ósköpunum gat líf- vísirinn komið á þessari merkilegu skipan? Utilokað er að það hafi gerst 44 í einu skrefi, heldur ekki í tveimur eða þremur, en hvert skref sem stigið var í áttina hefur þurft að vera lífvísinum fremur í hag en óhag. Ymsar tilgátur hafa verið settar fram um upphaf prótínsmíðar en senni- legastar em þær sem gera ráð fyrir að efnakerfi prótínsmíðar hafi þróast úr eftirmyndunarkerfi RNA- lífvísisins. Sú þeirra sem hefur verið einna best útfærð gerir ráð fyrir að stakar amínósýrur hafi þegar á RNA-skeiðinu verið tengdar með hjálp ríbósímvirkni við 3'OH-enda RNA-sameinda og markað þær þannig til eftirmyndunar.20 Fjöl- liðunarríbósím lífvísisins hafi þekkt endamerkið og eftirmyndað frá því. Þessir sérstöku endar voru sam- kvæmt tilgátunni forverar tRNA- sameinda nútímans, sem allar bera greinileg skyldleikamerki þótt þær tileinki sér mismunandi amínósýmr (7. mynd, sjá einnig 6. mynd). Ríbó- sím sem tengt gátu amínósýrur saman í stuttar keðjur kunna líka að hafa verið til staðar í lífvísinum. Vandinn er mestur að skýra hvernig tenging amínósýra í keðjur eftir fyrirsögn RNA-móts kom til sög- unnar og þróaðist þannig að úr varð sú samsvörun kirnaþrennda og amínósýra sem einkennir nútíma- lífverur. Óvissa ríkir einnig um ! . 7. mynd. Líkan af tRNA-sameind. tRNA- sameindir eru 75-95 kirni á lengd. Þær hafa allar tnjög svipaða þrívíddar- tyggingu. uppmna ríbósóma þótt líklegt megi telja að þau hafi þróast úr ríbósím- um, ef til vill úr ríbósímum eftir- myndunar, sem fyrir vom á RNA- skeiðinu. Fyrstu RNA-mótin sem notuð voru hljóta að hafa verið RNA- sameindir sem fyrir vom í lífvís- unum og peptíðkeðjurnar sem mynduðust geta ekki hafa verið mjög sérvirkar. Einhver not hafa samt verið fyrir þær. Ef til vill hafa þær verið ríbósímum til aðstoðar og eflt hvötunargetu þeirra. Líklega hafa aðeins fáar amínósýrur verið notaðar í upphafi og samsvörun kirnaþrennda og amínósýra hefur varla verið nákvæm, en smám saman hefur amínósýmnum fjölgað í 20. Hér verða ekki raktar getgátur um einstök skref í þessu þróunar- ferli. Aðeins skal minnt á að mönn- um er ekki ljóst hvers vegna einmitt þessar 20 amínósýrur völdust til prótínsmíðar en miklu fleiri amínó- sýmr em þekktar í lífheiminum. At- hyglisvert er þó að nokkrar þær amínósýrur sem algengastar vom í tilraun Stanley Millers21 og mest finnst af í kolefnisauðugum loft- steinum em einmitt notaðar til pró- tínsmíðar.22 Loks skal þess getið að enn ríkir óvissa um það hvort samsvömnin sem svo árla í sögu J

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.