Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2004, Qupperneq 53

Náttúrufræðingurinn - 2004, Qupperneq 53
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 4. mynd. Loftmynd af Gldtnu 8. september 2001, tekin til suðausturs yfir botni Dýrafjarðar. - Aerial view toward southeast over Gláma on 8 September 2001. Ljósm./Photo: Oddur Sigurðsson. landslagi ekki sent frá sér skriðjökul sem eftir væri tekið. Sumarið 1893 ferðaðist Stefán 30 Stefánsson skólameistari um Vesturland til grasafræðirannsókna. Meðal annars fór hann yfir Glámu ásamt Páli Gíslasyni verslunarstjóra á Fáskrúðsfirði og Sighvati Gríms- syni Borgfirðingi. Lýsing á því sem fyrir augu bar í ferðinni er m.a. svohljóðandi: „Þegar hjöllunum sleppir, taka við stórgrýttar urðar- öldur með tjamarpollum á milli eða stórum holurðarflákum, sem snjór liggur á fram eftir sumri, en er nú leystur nema á stöku stað. Er svo alla leið upp á Glámu. Ég hafði búist við að geta farið á jökli þegar upp eftir kæmi, en því var ekki að heilsa. Fannimar vom svo smáar og langt á milli þeirra, að ekki var unnt að þræða eftir þeim, svo við urðum að klöngrast yfir einlægar holurðir. Var það hin mesta glæfraför ... Loks náðum við þó Há-Glámu heilir á húfi með hestana óskemda. Það kann að þykja ótrúlegt, en þó er það satt, að við komumst upp á Glámujökul án þess að stíga á fönn, að teljandi væri. Há-»jökullinn« er alauður melröðull, og svo eru allar hábungur Glámu; jökull er hvergi, að eins sundurlausar fannir hér og hvar utan í bunguhöllunum. Hæsta bungan heitir Sjónfríð. Er það rét- tnefni, því útsýni þaðan er bæði mikið og frítt. Á Sjónfríð stendur gömul mælingavarða - »lautenan- tavarða« - mikil og traustlega bygð, (líklega reist af lautenant Frisak, landmælingamanninum nafnkun- na, er mældi þríhyrninga milli fjal- latinda á Vesturlandi 1806) ... Uppi á Sjónfríð er eins og geta má nærri gróðurlítið. Þó safnaði ég þar nokkrum steinskófa- og mosa- tegundum. En þó þær séu fáar og smáar jurtirnar, sem þarna vaxa, eru þær engu að síður lifandi og órækur vottur þess, að snjór og því síður jökull liggur ekki til langframa, ekki árum og öldum saman á Glámu, - það má því óhætt strika Glámu-jökul út afkortinu." Meðal þess sem Stefán fann þar var geitaskófin Gyrophora cylind- rica.31 (Tegundin hefur fengið íslens- ka nafnið skeggnafli og heitir nú Umbilicaria cylindrica á latínu.) Eintakið er enn varðveitt á safni í Kaupmannahöfn, að sögn Harðar Kristinssonar grasafræðings. Með þessari ályktun þykir Stefáni ljóst að lýsing Þorvalds Thoroddsen á Glámu sé ekki rétt og birti því ofangreind skrif í Skírni. Þorvaldur ber blak af sér í grein í sama árgangi Skímis. Þar getur hann þess að hann hafi einungis séð Glámu úr fjarska en getur ekki fallist á að strika hana út sem hjarnjökul. Kunnugir menn höfðu sagt honum frá hjarni og jökulsprungum sem oft væru ferðamönnum til trafala. Hann telur Stefán ekki hafa farið yfir Glámujökul sjálfan og hafi því ekki getað séð jökulfannirnar austan í fjallabungunum. Honum virðist Gláma „... vera fannbreiða úr stómm sköflum, sem aldrei þiðna, en stundum losna í sundur á ýmsan veg, þegar gott er árferði, eins og sumir smájöklar á Norðurlandi. Það getur verið álitamál hvort á að kalla 51
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.