Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2004, Side 60

Náttúrufræðingurinn - 2004, Side 60
Náttúrufræðingurinn 10. mynd. Mesti skaflinn á leið yfir Fimmvörðuháls. Þar sjást ekki rnerki um jökulskrið. Mynd tekin 31. ágúst 2003. - The biggest firnfield on the track across Fimmvörðuháls. There is no indication of glacier action. Ljósm./Photo: Oddur Sigurðsson. Kortagerðarmönnum er mikill vandi á höndum þegar teikna skal útlínur smájökla, því að engan veginn er augljóst á loftmyndum, hvað þá gervihnattamyndum, hvað telja skuli jökul og hvað fannir nema eftir snjólítinn vetur og hlýtt sumar. Ekki eru til útgefin kort af íslandi þar sem þessum þætti eru gerð góð skil og má segja að þau séu öll mark- laus til að ákvarða flatarmál smájök- la landsins. Jöklar geyma í sér úrkomu vetrar og skila henni að nokkru leyti í sumarleysingu ásamt með úrkomu líðandi stundar, sem rennur nokkum veginn jafnharðan fram. Jökulár eru jafnan mestar síðla sumars því að þá er leysingin örust. Jökulár greinast þess vegna ekki aðeins á jökulgmgginu frá dragám og lindám heldur einnig á því hvemig rennslið dreifist á árstíðir. Vegna þessara eiginleika skera jökul- ár sig augljóslega úr, eru auð- þekkjanlegar. HVERNIG GÆTI GLÁMUJÖKULL HAFA LITIÐ UT? Ljóst má vera af tilvist lautenanta- vörðu á Sjónfríð að jökull hefur ekki verið á hæstu kollum Glámu- hálendisins. Jökullinn, hafi hann verið til, hefur þá legið í lægð milli hnjúkanna. Slíkan jökul má firtna til dæmis á söðlinum milli Unadals í Skagafirði og Skallárdals í Svarf- aðardal (5. mynd). Heitir hann frá fomu fari Unadalsjökull og líkt og Gláma var hann talsvert notaður 52 fjallvegur. Þessi jökull er um 2 fer- kílómetrar að stærð og snýr móti austri og vestri án þess að honum sé hlíft að ráði fyrir sól, sem er óven- julegt. Á háskarðinu er kúfur á jök- linum en ekki er hann spmnginn að ráði. Greinilega sést á dökkri rönd neðan jökulsins á 5. mynd að hann hefur skriðið til á undirlaginu meðan hann var sem stærstur og þá kann flatarmálið að hafa verið allt að helmingi meira en nú er. Hafi Glámujökull verið af svipaðri gerð og Unadalsjökull og fáeinir ferkílómetrar að flatarmáli, væri mjög ósennilegt að hann hefði horfið frekar en fjöldi annarra smájökla sem prýða hálendið milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar (9. mynd). FlMMVÖRÐUHÁLS Menn hafa velt fyrir sér hvort fleiri jöklar en sá sem talið var að væri á Glámu hafi horfið í hlýindum 20. aldar og hefur jafnvel orðið að dómsmáli (Hæstaréttardómur nr. 514/1993). Sveinn Pálsson4" taldi samfelldan jökul liggja yfir Fimm- vörðuhálsi og kallaði hann Lágjökul. Sjálfur kom hann ekki upp á hálsinn en sagði bændur reka fé þar yfir á Goðaland til beitar, enda sé jökullinn þar mjóstur. Guðmundur Einars- son lýsir landslagi á hálsinum talsvert og verður tíðrætt um jökul þar og jökulruðning sem sé ferða- mönnum til trafala. Umhverfi ferðamannaskálans lýsir hann svo: „... jökulbreiður og kollar til austurs og vesturs ..." og í norðurátt „... eru jökulhálsar og ruðningar, rauðir gígar og brúnir Goðalandsjökuls." Um leiðina frá Skógum á Fimm- vörðuháls hefur Guðmundur þessi orð: „Þegar nálgast hálsinn, tekur vegur að versna, og jafnframt hverfa götuslóðar, því að við taka jökul- urðir. Þama lá jökull yfir fram að aldamótum og sjást þess greinilega merki." Enn fremur segir: „Þegar skálinn var byggður, var jökull mjög genginn til baka á þessu svæði, en það var jökli hulið fram yfir aldamót, nema hvað hæstu fell og Fimmvörðuháls stóðu þá upp úr ísnum, einnig mun Fimmvörðusker ekki hafa farið á kaf. Það er klappar- sker í krikanum suðvestur af háls- inum; á því em fimm vörður, sæmi- lega hlaðnar ... Áður hefur verið vörðuð leið yfir hálsinn; það sást glögglega, þá er ís leystí af svæðinu. Þá komu í ljós vörðubrot í nærri samfelldri röð nálægt jaðaröldu við Eyjafjallajökul. Einnig komu fram rytjur af hesti og kindabein heilleg, jámingahamar og ýmislegt fleira. Árið 1949 mældi ég hjamfönn, er tengdi jöklana saman; hún mældist 680 metrar, - nú [1960] er hún nærri horfin." Helgi Björnsson rekur þessa sögu að nokkru og tekur undir niðurstöður Guðmundar þess efnis að Fimmvörðuháls hafi staðið sem jökulsker upp úr ísnum fram yfir aldamót en jökullinn horfið á hlýskeiðinu um miðja öldina. Ef lesið er í þessar lýsingar má bera brigður á að hér hafi verið um raunvemlegan jökul að ræða heldur hafi fönn hulið hálsinn. Flestir 58

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.