Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2004, Side 61

Náttúrufræðingurinn - 2004, Side 61
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags hryggir stóðu upp úr hjarninu meðan það var mest. Þar sem þeir ná varla 50 m hæð yfir umhverfíð nægir þykkt snævar við hryggina ekki til að jökull myndist. Ertn fremur hefur ekki verið nægileg hreyfing á jök- linum til að afmá vörðubrotin sem mörkuðu leiðina yfir hálsinn. Við athugun þann 31. ágúst 2003 fannst sunnanvert við háhálsinn mikill og gamall, mjög svellum hlaupinn skafl, í gili (10. mynd) sem stefnir í austurátt upp til Mýrdalsjökuls. Ekki er þar að sjá neinn ruðning sem hann hefur ýtt frá sér, enda þyrfti hann að þykkna um tugi metra til að komast á hreyfingu. Sá skafl hefur heldur ekkert framhald í átt til Eyja- fjallajökuls. Nú um stundir er enga ruðninga eða önnur merki um jökul að finna á stikaðri slóð yfír Fimm- vörðuháls. Hefði jökull verið þar að verki undanfarnar aldir færi það vart milli mála nú. Þess vegna bendir allt til þess að Eyjafjallajökull hafí aldrei á sögulegum tíma tengst Mýrdalsjökli með eiginlegum jökli á Fimmvörðuhálsi, þótt stutt hafi verið á milli þar sem Hrunajökull að austan og Hvannárjökull að vestan falla ofan á Goðaland. ÞRÆTUBÓKARLIST Nú kann mönnum að þykja að hér sé verið að deila um keisarans skegg. Almenningi hefur þótt það vera reginjökull sem jöklafræðingar nú- tímans kunna að afskrifa vegna þess að hann var ekki nógu þykkur til að hreyfast fyrir eigin afli eða af því að hann hefur horfið á ótrúlega skömmum tíma meðan aðrir miklu minni jöklar héldu velli. Það er þó engu að síður ljóst að verulegur munur er á landi sem jökull gengur yfír og hinu sem aðeins er hulið hjamsköflum og sísnævi. Slíkt hefur líklega alla tíð heitið jökull í munni fslendinga. í eðli sínu er sjálfsagt, og í flestum tilvikum auðvelt, að gera greinarmun á þessu tvennu, þótt upp komi dæmi þar sem skýr grein- ing fæst ekki, að minnsta kosti ekki eftir á. Hitt er víst, að Vestfirðingar vom sammála um að kalla Glámu jökul á 18. og 19. öld. í lögfræðilegum skilningi yrði það varla vefengt hefðu til dæmis mörk jarða verið við það miðuð. Sama má segja um Fimmvörðuháls. Menn voru al- mennt á þeirri skoðun að þar væri jökull þótt það kunni að orka tvímælis ef grannt er skoðað með tilliti til skilgreiningar jöklafræð- innar á jökulhugtakinu. niðurstöður • Eðlismunur á jökli annars vegar og sísnævi hins vegar er svo mikill að rétt og sjálfsagt er að greina þar á milli sem fram- ast er unnt. Að sjálfsögðu verða þó alltaf tilvik sem ekki verður einhlítt skorið úr. • Jöklar sem fullnægja skil- greiningunni um innri þjálni og hreyfingu undan eigin fargi em mjög stöðug fyrirbrigði í tíma og rúmi. Þeir hvorki myndast né hverfa á fáum áratugum, ekki einu sinni hinir litlu, jafrivel í eindregnu árferði hlýju eða köldu. Hjam og sísnævi getur hins vegar tekið upp á fáum ámm þótt víðáttumikið og gamalt sé. • Fyrirliggjandi gögn, einkum sú staðreynd að jökullinn var ekki á Glámu árið 1893, við lok eins kaldasta aldarþriðjungs íslandssögunnar þegar flestir eða allir jöklar landsins vom í hámarki, benda eindregið til þess að Glámujökull hafí ekki verið til sem slíkur á sögu- legum tíma. • Eyjafjallajökull og Mýrdals- jökull hafa ekki náð saman síðan land byggðist og ein- ungis verið tengdir með hjam- förtnum. SUMMARY Gláma To be or not to be - a glacier During the first half of the 20th century the existence of Glámujökull (Gláma Glacier) was debated extensively. During the 18th and the 19th centuries the term Glámujökull was commonly used by Icelanders in the region. On two of the most elaborate maps of the area,24, 26 prior to the preparation of modem maps in the early 20th century, the putative glacier was depicted as cov- ering 420 km2 and 230 km2, respectively. Thoroddsen29 described Gláma (the glacier) as being quite variable in size depending on climate, because big fim fields were altemately contiguous with or detached from the glacier cupola. He knew of no outlet glaciers associated with Gláma. However, Thoroddsen2' correctly deduced that the absence of glacial rock flour in streams which drain from Gláma signified that no glacier was present, even though his Geological Map of Iceland26 showed one. The first to question the existence of Glámujökull was Stefán Stefánsson,30 botanist and headmaster of the Grammar School in Akureyri, who trav- eled across Gláma in 1893 without find- ing a trace of a glacier, only six years after Thoroddseris excursion to the area. Thoroddsen32 rejected Stefánssoris criti- cism and claimed that long-lasting fim fields were considered to fit the defini- tion of a "glacier" by most geologists. Herrmann36 looked for the glacier in 1914 and found only firn, nowhere exceeding 10 meters in depth and not even comparable to the size of glaciers on Mt. Hekla. Winkler39 investigated the Gláma area and found no sign of glacier activity during the Holocene. Sigurður Þórarinsson9 reviewed the literature on the subject and came to the conclusion that "Winkler's opinion is not in agreement with the known facts". He also concluded that "early in the 18th century Gláma was certainly covered by a glarier cap, and about the middle of that century both Glámujökull and Drangajökull were relatively large, prob- ably at their maximum in historical times, and appreciably larger than now [1943]. In the first half of the 19th centu- ry the glaciers were also extensive." All of the major outlet glariers of Drangajökull are highly prone to surge activity. Before the mid-1900s, however, the characteristics of surge-type glaciers were not well-understood and the theo- ries of response time of glaciers had not been developed. Therefore, Eyþórs- 59

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.