Náttúrufræðingurinn - 2004, Qupperneq 70
Náttúrufræðingurinn
Mosinn Brekkulokkur ('Brachythecium salebrosum). Teikning: Bergþór Jóhannsson.
við það. Ekki heldur Áskell þó fast
við þá reglu að íslensk tegundanöfn
skuli leiða af ættkvíslanöfnum og
sumar breytingar hans á ættkvísla-
nöfnum eru næsta furðulegar. Til
dæmis breytir harrn nafni Draba úr
Vorblóm í Vorsveigur (sbr. Lesbók
Mbl. 19. 6. 1960), og hinum ágætu
Krækils-nöfnum (Sagina) breytir
hann í -arfi í ensku útgáfunni.
Nafnabreytingar Áskels mæltust
ekki vel fyrir og aðeins örfáar þeirra
hafa verið teknar upp í aðrar flóru-
bækur eða örtnur grasafræðirit.
íslensk flóra með litmyndum eftir
Ágúst H. Bjarnason og Eggert Pét-
ursson kom út 1983. Þar eru að vísu
ekki tilgreind ættkvíslanöfn en
hvað varðar nöfn á tegundum eru
þau langflest í hefðbundnu formi.
Ágúst tekur þó upp nafnið Hlað-
kolla fyrir Chamomilla og Mela-
blóm fyrir Cardaminopsis. Auk
þess leggur hann til að taka upp
nafnið Nál fyrir ættkvíslina Juncus
sem nefnd hefur verið Sef, sbr.
nafnið hrossanál. Hann tilfærir mörg
alþýðunöfn á sumum tegundum og
skýrir þau.
Sú flórubók sem nú er mest not-
uð er Plöntuhandbókin eftir Hörð
Kristinsson sem kom fyrst út 1986.
Þar eru hefðbundin plöntunöfn úr
Flóru íslands en nýnefni Ágústs eru
þó tekin upp og fáein nöfn úr Ferða-
flóru Áskels Löve.
Lágplöntur (gróplöntur)
Fyrstu tilraunir í þá átt að nefna ís-
lenskar „lágplöntur" á íslensku er
að finna í fslenzkri grasafræði Odds
Hjaltalín (1830), sem fyrr var getið,
og er þar yfirleitt um tvínefni að
ræða. Tegundin Cetraria islandica
er þar nefnd „Islands-Mosi" en
getið um nafnið fjallagrös. Síðan líð-
ur meira en öld þar til þessi þráður
er tekinn upp að nýju. Þær tilraun-
ir voru næsta fálmkenndar og
óskipulegar. Menn létu sér nægja
að nefna alla mosa með ending-
unni -mosi, fléttur með endingunni
-skófeöa -flétta, sveppi með ending-
unni -sveppur o.s.frv.
Ljóst er að þetta stefndi í óefni ef
nefna ætti mikinn fjölda tegunda og
var því ekki um annað að gera en
innleiða stofnheiti fyrir ættkvísl-
imar, á sama hátt og Stefán hafði
gert fyrir háplöntur. Þannig hefur
Bergþór Jóhannsson (1989-2003)
gefið öllum mosum, sem hér vaxa,
íslensk nöfn, Hörður Kristinsson
(2001) hefur nefnt fjölmargar fléttu-
tegundir og höfundur þessarar
greinar hefur gefið flestum stór-
sveppum íslensk heiti. Þá hafa all-
nokkrar tegundir þörunga fengið ís-
lensk nöfn.
Ólíklegt er þó að nokkum tíma
verði allur hinn mikli sægur smá-
særra sveppa og þömnga nefndur
upp á vora tungu, og sama á við um
marga smádýraflokka.
Almennt má segja að við þessar
nafngiftir hafi nafnareglum Stefáns
Stefánssonar verið fylgt. Bergþór
Jóhannsson gengur lengst í því efni.
Hann hefur valið stutt og einföld
stofnheiti á allar ættkvíslir íslenskra
68