Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2004, Side 78

Náttúrufræðingurinn - 2004, Side 78
Náttúrufræðingurinn Nú bjóða ýmsar erfðatæknistofnanir ættfræðiáhugamönnum - gegn greiðslu - tvenns konar leitarrásir, leit í karllegg gegnum Y-litninga og leit frá mæðrum til allra afkvæma gegnum hvatberalitninga. Y-LITNINGAR Aðeins karlar hafa Y-litning í frum- um sínum, svo þeir erfast, eins og ættarnöfn víða um heim, í karllegg og sem næst óbreyttir. Venjulegur litningur í kjarna manns (eða annarra dýra og plantna) getur breyst með því að skiptast á erfða- efni við samstæðan litning, sem einstaklingurinn hefur tekið að erfðum frá hinu foreldrinu. En þar sem aðeins einn Y-litningur er í frumu karls breytast Y-litningar aðeins við stökkbreytingar, og tíðni stökkbreytinga meðal manna segir okkur að Y-litningur sonar hefur að jafnaði um 99,9% af genunum í litn- ingi föðurins. Styðjast má við Y-litninga á tvennan hátt í leit að sögu ættarinn- ar. Annars vegar hafa karlar komn- ir af sama forföður eins - eða svo til eins - Y-litninga, og hins vegar er hægt að nota stökkbreytingatíðn- ina, þegar litningarnir eru ekki alveg eins, til að meta hvenær sam- eiginlegur forfaðir tveggja karla hafi verið uppi. Leit að uppruna ættarinnar Á Bretlandi lifir fjöldi manna með ættarnafnið Pommeroy, Pomeroy, Pummery eða Pomroy, og allir þessir menn telja sig komna af nor- mönnskum aðalsmanni frá 11. öld, Ralph de la Pommerai, sem kom til Englands með Vilhjálmi sigursæla. Fæstir gátu rakið ættir sínar til afkomenda aðalsmannsins. Þegar erfðatæknifyrirtæki, Ox- ford Ancestors, lét greina Y-litninga úr 51 karli úr þeim hópi sem ekki gat rakið uppruna sinn, kom í ljós að þeir deildust í að minnsta kosti sjö greinar. Aðeins sex menn af þessum 51 gátu verið komnir af aðalsmanninum frá Normandí. En sjö aðrir reyndust hafa svo áþekkan Y-litning að þeir rekja trúlega ættir til sama karls. Enskur ættfræðingur, George Redmonds, var að rekja ætt sem kenndi sig við stað í Lancashire, Ridehalgh. Hann fann gögn sem bentu til þess að sumar greinar ættarinnar hefðu breytt nafninu í Reddihalgh og síðan í Redyoke og Redgeck. Honum datt í hug að tvær ættir sem nú eru uppi, með ættarnöfnin Ridgwick og Reddi- hough, væru skyldar Ridehalgh- ættinni, og greining á Y-litningum staðfesti það. Á Englandi voru ættamöfn tekin upp snemma á miðöldum, og þá kenndu menn sig oft við iðn sína eða heimabæ. í Yorkshire bera margir ættarnafnið Dyson, og það hefur lengi verið talið tengjast litun, „dye- ing", ekki síst þar sem ullarvinnsla og þar með ullarlitun var frá fomu fari mikilvæg atvinnugrein þar um slóðir. Redmonds kannaði þetta og komst að því að árið 1316 vom John nokkur Dyson og móðir hans Dionisia, sem gekk almennt undir nafninu Dye, kærð fyrir gripa- þjófnað. (I heimildum mínum er þess ekki getið hvemig dómur féll.) Redmonds hafði áður rakið upp- mna ættamafnsins til svæðisins þar sem mæðginin bjuggu, og honum datt í hug að nafnið Dyson hefði ekkert með ullarlitun að gera, en stæði einfaldlega fyrir „sonur Dye". Þegar Y-litningur í fjölda karla af Dysonættum var greindur, kom ekki aðeins í ljós skyldleiki svo margra þeirra, 85%, að ættleiðing og rangt faðemi gátu hæglega skýrt muninn, heldur einnig að stökkbreytinga- tíðnin í þessum 85 prósentum benti til þess að sameiginlegur ættfaðir þeirra hefði einmitt verið uppi um 1316. Samkvæmt þessu gætí meint- ur gripaþjófur, John sonur Dye, hafa verið ættfaðir flestra Dysona í öllum hlutum heims. Afkomendur víkinga Með samanburði á Y-litningum er oft hægt að leiða rök að því hvort tilteknir menn á Bretlandseyjum em komnir af þeim norrænu mönnum sem herjuðu þar og réðu hluta landsins á víkingaöld.11 Áaleit í Ameríku Ymsir aðfluttir Bandaríkjamenn em forvitnir um uppruna sinn. Þar kemur fyrirtæki í Houston í Texas, Family Tree DNA, mörgum til hjálp- ar. Á þess vegum hefur verið komið upp gagnagmnni með 6000 DNA- sýnum úr körlum úr öllum hlutum heims. Sýnin em notuð til saman- burðar á Y-litningum. Með því að bera Y-litninga viðskiptavinar saman við sýni úr gmnninum tekst oft að komast að því hvaðan maður- inn sé ættaður og auðvelda honum þannig leitina að uppruna sínum, sem oftast verður rakinn út fyrir landsteinana en stundum til fmm- byggja Norður-Ameríku, indíána eða inúíta. Framhjáhald forsetans Thomas Jefferson Bandaríkjaforseti átti engan skilgetinn son, en þrálátur orðrómur sagði að hann hefði getið son, Eston, með arnbátt sinni, Sally Hemings. Þegar bornir voru saman Y-litningar úr fimm afkomendum föðurbróður forsetans, Field Jeffer- sons, og sonarsonarsonarsonarsyni Sallýar Hemings, reyndust þessir lit- ningar eins, að frátalinni minniháttar stökkbreytingu í einum þeirra (2. mynd). Þetta bendir sterklega til þess að forsetinn hafi verið faðir piltsins. Hvatberalitningar I hvatbemm, sem em í öllum fmm- um okkar, er einn litningur eða margir af sömu gerð. Allir menn, jafnt konur sem karlar, hafa erft hvatberalitninga frá móður sinni, a Greining á Y-litningum, unnin á vegum íslenskrar erfðagreiningar,5 bendir til þess að um 80% íslenskra karla séu komnir af norrænum landnámsmönnum. Þessi tala, og samsvarandi prósentutala um uppruna íslenskra kvenna, hefur verið vefengd í fræðiritum,en lfklegt má talja að munurinn standist, hvað sem tölugildin varðar. 76

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.