Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2004, Síða 82

Náttúrufræðingurinn - 2004, Síða 82
Náttúrufræðingurinn Á NÆSTUNNI Nokkur fjöldi greina bíður nú birtingar í Náttúrufræðingnum. Greinilegt er að nýtt útlit og umbrot fellur höfundum vel í geð enda gefur það færi á aðgengilegri framsetningu efnisins, einkum hvað myndefni varðar. Því er þó ekki að leyna að skortur er á styttri pistlum sem alltaf eru vinsælt lesefni. Hér á eftir verður tæpt á efni nokkurra greina sem birtast munu í næstu heftum Náttúrufræðingsins. Svartfugladauðinn Veturinn 2001-2002 drápust tugir þúsunda af langvíu og stuttnefju í hafinu vestur, norður og austur af Islandi. Sérfræðingar Náttúrufræðistofnunar íslands rann- sökuðu þetta fyrirbæri og niðurstaðan var að hungur hefði drepið fuglana. Atburðir sem þessir eru sjaldgæfir en heimildir eru þó til um eitthvað þessu líkt allt aftur á 14. öld. Ólafur K. Nielsen og Ólafur Einarsson gera grein fyrir niðurstöðum rannsókna sinna á svartfugladauðan- um í Náttúrufræðingnum. Hvaðan kemur yfirfallssjór Grænlandssunds? Um Grænlandssund streymir þungur sjór sem sekkur til botns í Grænlandshafi og streymir síðan áfram eftir botninum langt suður um Atlantshaf. Þessi sjór er mjög mikilvægur fyrir endumýjun djúpsjávar í Atlantshafi. Talið er að flæði hans til suðvesturs um Grænlandssund ásamt yfirfalli milli íslands og Skotlands valdi því að inn í norðurhöf dragist í yfirborðslögum heitur og selturíkur sjór sem gerir það að verkum að sjórinn við norðanverða Evrópu, þar með talið við ísland, er verulega hlýrri en ella væri. Deilt hefur verið um uppruna yfirfalls- sjávarins í Grænlandssundi en þeir Steingrímur Jónsson og He'ðinn Valdimarsson kynna rannsóknir sínar á því í N áttúmf ræðingnum. Frævistfræði alaskalúpínu f þessu og síðasta hefti Náttúmfræðingsins hefur verið fjallað um áhrif alaskalúpínu á gróðurfar og hlutverk ánamaðka í niðurbroti lúpínusinu. Bjarni D. Sigurðsson og Borgþór Magnússon fjalla í næsta hefti um fræ- framleiðslu, frædreifingu og fræforða lúpínunnar sem á síðustu áratugum hefur notið mikilla vinsælda sem öflug landgræðsluplanta. Til að geta notað lúpínuna markvisst til uppgræðslu verður að vera hægt að hafa stjóm á dreifingu hennar og því er mikilvægt að þekkja svörin við ýmsum spumingum sem varða frævistfræði plöntunnar hér á landi svo sem um fræframleiðslu, frædreifingu og síðast en ekki síst hvort alaskalúpína myndar langlífan fræforða í jarðvegi hér á landi. Em Aulamir bestir? Sjómenn hafa til langs tíma kallað stóm hrygningar- þorskana „Aula". Margt bendir til þess að þeir gegni mikilvægu hlutverki í viðkomu stofnsins en rannsóknir undanfarinna ára á hrygningu og klaki þorsksins hér heima og erlendis hafa leitt í ljós að stórir þorskar gefa hlutfallslega meira af sér hvað varðar fjölda og gæði eggja og lirfa en smáir þorskar. Guðrún Marteinsdóttir fjallar um mikilvægi stórþorsks í viðkomu þorskstofns- ins við ísland í Náttúrufræðingnum. íslenskir steingervingar ísland er ungt land og steingervingar því tiltölulega sjaldgæfir og yngri en í nálægum löndum. Stein- gervingasafn Náttúmgripasafns Islands er 30 ára um þessar mundir en ekki er lengra síðan jarðfræðisafninu, þar sem berg, steindir og steingervingar mynduðu eitt safn, var skipt í tvennt: steina og steingervinga. í stein- gervingasafninu em nú skráðar ríflega 5.500 færslur inn- lendra og erlendra steingervinga og sýna sem tengjast fornu lífríki landsins. Margrét Hallsdóttir segir frá skráningu og aðföngum steingervingasafnsins í Nátt- úmfræðingnum. Uppmni Vatnsdalshóla Tilurð Vatnsdalshóla er sívinsælt rannsóknarefni jarð- fræðinga. Myndaði berghlaup Vatnsdalshóla? Svo nefnist grein þeirra Höskuldar Búa Jónssonar, Hreggviðs Norðdahl og Halldórs G. Péturssonar í næsta hefti Náttúm- fræðingsins. Þar leiða þeir rök að því að hólamir hafi myndast við einhvers konar berghlaup úr hlíðum Vatns- dalsfjalls, eins og Jakob H. Líndal og Ólafur Jónsson héldu reyndar fram á fyrri öld. Meira af forvitnilegu efni bíður birtingar í Náttúru- fræðingnum, - alþýðlegu fræðsluriti utn náttúrufræði í meira en 70 ár. Almennt árgjald t Hinu íslenska náttúrufræðifélagi þ.m.t. áskrift að Náttúrufræðingnum, kostar 3.500 krónur, en 2.500 fyrir stúdenta. 80
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.