Náttúrufræðingurinn - 2004, Page 83
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
Á AÐ FÓRNA
ÞlNGVALLAVATNI FYRIR
NITURMENGANDI
HRAÐBRAUTIR?
Petur M. Jónasson
Tilgangur þessarar greinar er að mæla gegn því að lögð verði hraðbraut
(„leið 7", hér nefnd Miðfellsbraut) um óskert víðemi Þingvallasvæðisins í
stað Kóngsvegarins (vegur 365) frá Gjábakka að Laugarvatni og vekja
athygli á þeim afleiðingum sem nýjar hraðbrautir hafa fyrir Þingvalla-
svæðið. Vernda ber Kóngsveginn fyrir þjóðina, því að af honum er eitt
dýrmætasta og fegursta útsýni yfir þjóðgarðinn, sjálfan Atlantshafs-
hrygginn og þar með Þingvallasigdældina í heild (1. mynd). Forða ber
óskertu víðerni Eldborgahraunsins frá hraðbraut sem mun skapa alvarleg
sár og sjónmengun á hrauninu og niturmengun í framtíðarvatnsbóli 70%
þjóðarinnar og sjálfu Þingvallavatni.
Vill þjóðin blátt og tært Þingvallavatn eða grænt og gruggugt? Vill þjóðin
hraðbraut inn í þjóðgarðinn í stað rómantískrar útsýnisbrautar þar sem unnt
er að upplifa bláma Þingvallabirtunnar og litbrigði hins stórbrotna
fjallahrings?
Það sætir furðu að Vegagerðin virðist virða að vettugi sjónarmið
ráðuneyta sem gæta eiga hagsmuna allrar þjóðarinnar á svæðinu, þegar
ríkisstjórnin hefur sett fram vatnsverndarfrumvarp og Alþingi samþykkt ný
þjóðgarðslög. Þjóðgarðurinn er nú einnig á Heimsminjaskrá UNESCO og
þar með í forgangsröð dýrmætustu þjóðgarða veraldar og framlag
Islendinga til mannkynsins.
ÁRFUR ÞJÓÐARINNAR
Þegar ákveðið var að setja Alþingi
íslendinga á Þingvöllum við Öxará,
eftir að Grímur geitskör hafði
kannað landið allt, var einu elsta
þjóðþingi Vesturlanda ekki einungis
valinn fagur staður, heldur sýna
nútímarannsóknir að Þingvellir og
umhverfi þeirra eru náttúruundur.
Hálf önnur öld er nú liðin frá því
að náttúrufræðingurinn og lista-
skáldið góða Jónas Hallgrímsson sá
fyrir sér sköpun Þingvallasvæðisins
í heild. í kvæðinu um Fjallið Skjald-
breið sér skáldið fyrir sér sköpun
Skjaldbreiðar:
Fanna skautar faldi háum
fjallið, allra hæða val;
hrauna veitir bárum bláum
breiðan fram um heiðardal.
Jónas Hallgrímsson skynjar einnig
lrið mikla forðabúr vatns sem liggur
undir hraunbreiðunum og hvemig
hið mikilfenglega hraunflóð síar
jökulvatnið og blátært Þingvalla-
vatirið fyllir sigdældina.
Þingvellir eru friðlýstur helgi-
staður allra íslendinga. Á Þing-
völlum var eitt elsta löggjafarþing á
Vesturlöndum stofnað árið 930 og á
kristnitökuþinginu árið 1000 kvað
Snorri goði upp fyrsta jarðfræðilega
úrskurð sem skráður er á íslandi.
„Um hvað reiddust goðin, þá er hér
brann hraunið, er nú stöndum vér
á?" Þingvellir liafa verið samofnir
sögu þjóðarinnar í 1100 ár, en jafn-
framt em þeir meðal merkustu staða
landsins frá sjónarhóli náttúru-
fræðinnar. Af brún Almannagjár má
sjá flestar þær gerðir eldstöðva sem
finnast hér á landi og einnig jarð-
hitasvæðið á Nesjavöllum. En
frægastir em Þingvellir þó vegna
sigdældarinnar og sprungnanna
sem em hluti af Atlantshafshryggn-
um. Hér koma saman á einum stað
margvísleg náttúrufyrirbæri, sem
örfáir staðir aðrir á jörðinni geta
státað af, og bera þögul vitiú þeim
öflum sem skópu Island í upphafi en
þau em sprungukerfið, jarðeldar,
móbergsfjöll og hraunbreiður. Blá-
skógar með ilm birkiskógarins og
litahaf botngróðursins með blá-
gresi, beiti- og krækiberjalyngi,
víðikjarri, fjalldrapa, skófum í
öllum regnbogans litum, ásamt
víðáttumiklum sléttum grámosans
sem sífellt breyta um lit skapa
litasinfóníu sem á fáa sína líka að
ógleymdu litaskrúði haustsins þar
Náttúrufræðingurinn 72 (1-2), bls. 81-88, 2004
81