Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2004, Page 84

Náttúrufræðingurinn - 2004, Page 84
N áttúrufræðingurinn 1. mynd. Mikilfenglegt Eldborgahrctunið austan Hrafnagjár séð af bartni Almannagjár. Myndin gefur hugmynd um hið mikla hraunflóð frá 13 Eldborgum, sem þekur um helming vatnasviðsins og meiri hlutann af botni Þingvallavatns. Ljóstn. Sigurgeir Sigurjónsson. sem eldrautt bláberjalyng og heið- gulur víðir teygja sig upp hraun- flákana og gefa fjöllunum nýjan svip. SöGUSTAÐUR OG NÁTTÚRUUNDUR Þingvallavatn er forsvið Þingvalla, æðsta sögustaðar og helgistaðar þjóðarinnar, eins og fjallahringur Þingvallasveitar er baksvið þeirra. Himinblátt og fiskiríkt Þingvallavatn er þannig óaðskiljanlegur hluti af mynd þjóðarinnar af Þingvöllum (2. mynd). I tæru vatninu má sjá fæðuleit og ástalíf silungsins með berum augum. Það er mikið ævintýri að standa hér, á mörkum austur- og vesturhvels jarðar, og láta hrífast á sjálfum staðnum þar sem líf og land er enn í mótun. Þingvellir eru íslensku þjóðinni uppspretta ómældrar gleði, fegurðar og upplifunar. Þingvallavatn er ein helsta náttúruperla landsins og í röð merkustu stöðuvatna jarðarinnar vegna hins sérstaka lífríkis í hrauna- kögruðu hyldýpisvatni norður undir heimskautsbaug. Vatnið er einstakur þáttur í menningararfi þjóðarinnar vegna fjölbreytts lífríkis og sérþróaðra veiðiaðferða kyn- slóðanna sem með veiði sinni lögðu grunn að lífvænni búsetu í fjalla- og hraunaþröng sveitarinnar. Mið-Atlantshafshryggurinn ligg- ur um ísland og Þingvallasigdældin er líkust því sem menn finna á neðansjávarhryggjum. Hér geta menn gengið þurrum fótum á hátindi Atlantshafshryggjarins og skoðað myndanir sem í rauninni eiga heima á botni Atlantshafsins. Þingvallasvæðið er því furðuverk á landi. Þar birtist okkur fjölskrúðug- ur sköpunarmáttur jarðarinnar, þar sem andstæðumar mætast. Á Þing- völlum sjást greinileg ummerki um flekaskil milli Ameríku og Evrópu því að grein þeirra liggur þar um. Við Þingvallavatn mætast gróður og dýralíf tveggja heimsálfa - austurs og vesturs - og vatnið er vettvangur þróunar nýrra tegunda. Engan hafði órað fyrir því að fjórar bleikjugerðir hefðu þróast á 10 þúsund ára ferli vatnsins. Það er veraldamndur. Og fyrir nokkmm ámm átti sér stað heimsviðburður á sviði náttúmfræði. í Þingvallavatni fannst áður óþekkt marfló sem lík- lega hefur lifað þar af ísaldir, í hellum í berginu undir ísnum, hugsanlega í 10 milljón ár. Þetta er að öllum líkindum elsta vatnadýr landsins og eina helladýr Norður- Evrópu. Samfelld saga lífs á svæðinu spannar því milljónir ára. ÞjÓÐGARÐURINN OG H RAÐBRAUTIR Vegir innan þjóðgarða em almennt skipulagðir sem fjölskylduvænir vegir, þar sem njóta má útsýnis og fegurðar, en ekki hraðbrautir. Svo er einnig um Kóngsveginn frá Gjá- bakka að Laugarvatni, sem íslend- ingar hafa farið í 1100 ár á ferðum sínum til og frá Alþingi til uppsveita Suðurlands. Frá honum séstMið-At- lantshafshryggurinn bemm augum. Á útsýnisstaðnum við Tintron, í 350 m h.y.s., stöndum við á hátindi Mið- Atlantshafshryggjarins. Þetta er sá staður þar sem hann sést til fulln- ustu og brotalínur ytri sigdældar Þingvallalægðarinnar sjást greini- lega í Lyngdalsheiði að austan og í Súlnabergi að vestan ásamt innri sig- dældinni milli Hrafnagjár og Almannagjár. Frá Tintron sést Eld- borgahraunflóðið að norðan úr hinum 13 eldborgum, en það rann frá Hrafnabjörgum að Sogi að 82

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.