Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2004, Síða 90

Náttúrufræðingurinn - 2004, Síða 90
Náttúrufræðingurinn fyrir arfleifð sinni tekur þátt í slíkum spellvirkjum. Sumar atvinnugreinar auka um stund auðæfi sín. En ef þær draga jafnframt úr ánægju fólks af að ferðast um náttúru síns eigin lands og rýra listrænt gildi hennar svo að htin blæs hvorki skáldum né listmálurum lengur anda í brjóst, eru þær eins og stífla í slagæð þjóðarinnar. Þær deyfa þjóðarvitund næstu kynslóða og spilla jarðveginum þar sem ættjarðar- ástin á að eiga sínar dýpstu rætur. Vemdun sérstæðrar náttúm í sinni upprunalegu fegurð er nauðsyn sem á ekkert skylt við tilfinningasemi. Eyðing náttúmnnar fyrir skjót- fenginn ávinning vitnar um skamm- sýni, siðleysi og skort á virðingu fyrir henni. Náttúra Þingvallasvæðisins er ein- stæð. Vistkerfi lands og vatns tengjast og mynda eina órofa heild. Tekist hefur að sýna hve vel jarðfræði, vatnsferill og lífríki vinna saman eða m.ö.o. hvemig lífrænir og ólífrænir þættir tengjast órofa böndum og mynda sjálft vistkerfið. Nýjustu vísindaaðferðum hefur verið beitt til að fylgjast með rennsli vatnsins úr Langjökli í heita vatnið í Henglinum. Mælingar á aðstreymi vatns í Þing- vallavatn og á vatnshag þess tengja 10. mynd. Tjarnarnálin er aðal búsvæði silableikjunnar, sem er vinsælt bleikju- afbrigði til veiði. Stofnstærð mældist 37 tonn. Sílableikjan beitir sér nær eingöngu áfullorðin hornsíli til fæðu, en þau byggja sér hreiður í tjarnarnálinni. Stofnstærð þeirra mældist 50 tonn. Með vaxandi niturmagni eykst einnig framleiðsla jurtasvifs með þeim afleiðingum að það dregur úr birtu í vatnsbolnum. Gróður- belti vatnsins skortir þá Ijós til gróðurs og færast upp á við. Búsvæði stlableikju og hornstta rýrna og hverfa með tímanum. Samanburður við rannsóknir Bjarna Sæmundssonar frá 1895 sýna að dýpstu tnörk tjarnarnálar hafa færst upp utn 7 m, úr 37 í 30 m dýpi eða utn 20% vegna þverrandi birtu. Fjöltnargar erlendar rannsóknir lýsa slíkri þróun. (Ljósmynd: Karl Gunnarsson. Úr bókinni Þingvalla- vatn. Undraheimur i rnótun). hina ýmsu þætti saman. Fjölbreytni lífríkisins í þessu hraunakögraða vatni norður undir heimskautsbaug er ævintýri sem hefur þróast á tíu þúsund ára ferli þess. íslenska þjóðin hefur ekki gert sér nægilega grein fyrir uppruna Þing- vallasvæðisins og sérstöðu náttúr- unnar. Það er sagan sem hefur fram til þessa varpað frægðarljóma á stað- inn. Eftir rannsóknir og kynningar- starfsemi í þrjá áratugi hefur nú verið sýnt fram á að Þingvellir, Þingvalla- vatn og vatnasviðið er ein heild og einstæð náttúmperla sem verður að halda óspilltri. Þakkir Mér er sönn ánægja að þakka öllum, sem unnu að Þingvallarannsóknum, alls 50 manns. Með frábærri samvinnu tókst okkur að skapa heildarsýn á Þingvallavatn og vatnasvið þess, sem á fáa sinn líka, ef nokkra. Okkur tókst að tengja lífríki þessa hraunakögraða vatns frá þörungum í fisk við ólífræna þætti umhverfisins, eins og efna-, eðlis- og jarðfræði og veður. ÍTAREFNI Helstu heimildir fyrir þá sem vilja kynna sér nánar rannsóknir á Þingvallavatni, Mývatni og öðrum lágarktískum og lágalpínskum vötnum: Arnþór Garðarsson og Árni Einarsson (ritstjórar) 1991. Náttúra Mývatns. Hið íslenska náttúrufræðifélag, Reykjavík. 372 bls. Goldman, C.R. 2000. Four decades of change in two subalpine lakes. Baldi lecture. Soc. Int. Limnologiae. 27: 7-26. Pétur M. Jónasson (ritstjóri) 1979. Ecology of eutrophic, subarctic Lake Mývatn and the River Laxá. Oikos 32: 1-308. Pétur M. Jónasson (ritstjóri) 1992. Ecology of oligotrophic, subarctic Thingvallavatn. Oikos 64:1-439. Pétur M. Jónasson og Páll Hersteinsson (ritstjórar) 2002. Þingvallavatn. Undraheimur í mótun. Mál og menning, Reykjavík. 303 bls. PÓSTFANG HÖFUNDAR / AUTHOR’S ADDRESS Pétur M. Jónasson Freshwater-Biological Laboratory University of Copenhagen 51 Helsingorgade 3400 DK 3400 Hillerod Denmark pmjonasson@bi.ku.dk UM HÖFUNDINN Pétur M. Jónasson (f. 1920) lauk magistersprófi frá háskólanum í Kaupmannahöfn 1952 og var styrkþegi Danska vísindaráðsins 1953-1957. Árið 1956 hóf hann að kenna vatnalíffræði við Hafnarháskóla, lauk doktorsprófi 1972 og var skipaður prófessor í vatnalíffræði við Kaupmannahafnarháskóla 1977. Pétur er félagi í ýmsum samtökum fræðimanna, þ.á.m. vísindaakademíum Dana og Norðmanna og Vísindafélagi íslendinga. Hann var um tíma formaður Alþjóðafélags vatnalíffræðinga og Hins íslenska fræðafélags í Kaupmannannahöfn. Á íslandi er Pétur kunnastur fyrir rannsóknir sínar og samstarfsmanna sinna á lífríki Mývatns og Þingvallavatns og hafa niðurstöður þeirra m.a. verið birtar á íslensku, nú síðast í bókinni Þingvallavatn. Undraheimur í mótun, sem Mál og menning eaf út 2002 í ritstjórn þeirra Péturs og Páls Hersteinssonar. Bókin hlaut lslensku bókmenntaverðlaunin árið 2002. Pétur M. Jónasson var sæmdur heiðursdoktorsnafnbót við Háskóla íslands árið 2001. 88
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.