Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1999, Page 51

Náttúrufræðingurinn - 1999, Page 51
flóknari tegundir eftir því sem á jarðsöguna leið og að lokum manninn: Öll saga jarðarinnar ber skaparanum vitni. Hún segir oss að maðurinn sé takmark og tilgangur sköpunarverksins. Forspá um hann birtist í eðli hinna fyrstu lifandi vera; og sérhver mikilvæg breyting á langri röð lífsforma í tímans rás var skref í átt að þessu takmarki í þroskun lífsins. (Agassiz 1842. On the Succession and Develop- ment of Organized Beings at the Surface of the Terrestrial Globe. Tilvitnun sótt í Bowler 1984, bls. 120.) Skrif Agassiz um manninn sem takmark og tilgang sköpunarverkgins fluttu hugmyndir þýsku náttúruheimspekinganna, senr nú verður greint frá, fræðimönnum hins ensku- mælandi heims, en þeir voru þá, rétt eins og nú, fæstir mæltir eða læsir á þýsku. Náttúruheimspekincarnir Undir lok átjándu aldar kom upp í Þýska- landi stefna í listum, heimspeki og þjóð- félagsfræðum, náttúruheimspekin (Natur- philosophie). Fylgismenn hennar, sem tengdust rómantísku stefnunni í bók- menntum, höfnuðu kaldri efnishyggju upp- lýsingastefnunnar. Náttúruheimspeking- arnir leituðu að ákveðinni grunnhugmynd (Idee) að baki öllu í náttúrunni. Sumirþeirra sáu fyrir sér eins konar þroskun (Ent- wicklung) í lífheiminum sem átti margt sameiginlegt með hugmyndum um þróun, en það var marksœkin þróun er fyrirfram beindist að ákveðinni útkomu, manninum. Lorenz Oken (1779-1851), fremsti líffræð- ingurinn meðal náttúruheimspekinganna, raðaði dýrunum eftir fjölda þeirra líffæra sem líkaminn var gerður úr. Neðst koma dýr sem aðeins eru gædd meltingarfærum - frumdýr og holdýr. Svo bætist æðakerfi við í samlokum, sniglum og smokkum, en sam- lokurnar hafa að dómi Okens aðeins blá- æðar, sniglarnir auk þess slagæðar og í smokkunum bætist við hjarta. Þannig fjölgar líffærunum uns komið er að manninum. Þetta er raunar aðeins hluti af flokkunar- kerfi Okens, en það tekur til jarðarinnar allrar, ekki aðeins lifandi ábúenda hennar. (Sjá Gould 1977.) Oken sagði að allt dýraríkið væri aðeins eitt dýr, maðurinn. Önnur og óæðri dýr væru aðeins áfangar, skref á leið til fullkomnunar mannsins. Þessa hugmynd sótti Oken í rannsóknir á fóstur- þroskun, er hann túlkaði þannig að manns- fóstrið færi gegnunr þroskastig allra annarra dýra sem staðnæmdust á mismunandi stigum. Þekktasti náttúruheimspekingurinn, skáldið Johann Wolfgang von Goethe (1749-1832), talaði á svipuðum nótum um eitt upprunalegt „frumdýr“ (Urtier) og eina „frumplöntu“ (Urpflanze). í kerfi Okens er maðurinn frumdýrið. Svipaðar hugmyndir komu fram hjá líffræðingum í öðrum löndum. Etienne Geoffroy Saint-Hilaire (1772-1844), franskur náttúrufræðingur, hélt því fram að öll dýr, jafnt hryggdýr og hryggleysingjar, væru sörnu grunngerðar. Ahöld eru um það hvort Geoffroy hafi sótt þessa hugmynd til þýsku náttúruheimspekinganna eða hugsað hana óháð þeim. Hann hafnaði því miður á villigötum þegar hann reyndi að brúa bilið milli hryggdýra og hryggleysingja, til dæmis með því að bera saman skeljar snigla og skjaldbakna eða liði skordýra og rif hrygg- dýra. Cuvier, sem skipti dýraríkinu í fjórar óskyldar höfuðgreinar, snerist öndverður gegn einingarkenningu Geoffroys. Skotar voru löngum í betra sambandi en Englendingar við menningarstrauma megin- landsins. Skoskur bókaútgefandi og áhuga- maður um náttúrufræði, Robert Chambers (1802-1871), skráði einu fullmótuðu þróun- arkenninguna sem kom út á Bretlandseyjum á 19. öld áður en Darwin birti kenningu sína. Rit hans, „Merki um náttúrusögu sköpunar- verksins“ (Vestiges of the Natural History of Creation), kom út í frumútgáfu 1844 og var höfundar ekki getið. Chantbers studdist við hugmyndir þýsku náttúruheimspeking- anna. Hann taldi, eins og Oken, að fóstur- þroskun hverrar tegundar væri endur- tekning á þróunarsögu hennar. Jafnframt taldi hann að þessa þróunarsögu mætti lesa úr jarðlögum, þar sem aðeins lulltrúar frumstæðustu dýra fyndust í liinum elstu en dýrin yrðu flóknari - og nýir þættir bættust í fósturþroskunina - eftir því sem á liði (11. 193
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.