Náttúrufræðingurinn - 1979, Blaðsíða 49
lendi (hæst um 300—400 m h. í Fljóts-
dal).
Ég hef borið íslensku eintökin af
þessari tegund saman við eintök frá
Lapplandi, sem geymd eru í Natur-
historiska Riksmuseet í Stokkhólmi
og virðist þar enginn teljandi munur,
hvorki í ytri einkennum né smásæj-
um einkennum.
Líklegt er að B. cretacea eigi eftir
að finnast víðar í norðlægum löndum.
Athuguð eintök:
Frá íslandi:
Skagafj.: Varmahlíð, 18. 9. 1961, Helgi
Hallgrímsson leg., AK 131; Eyjafj.:
Hallland, Svalbarðsströnd, 26. 8. 1962,
H. Hg. leg., AK 309; N.-Múl.: Drop-
laugarstaðir, 3. 8. 1962, H. Hg. leg., AK
307.
Auk þess eru í sveppasafni Náttúrugripa-
safnsins á Akureyri þrjár sefnur, AK 60,
310 og 8907, sem líklega tilheyra þessari
tegund, eftir ytri einkennum og vaxtar-
stöðum að dæma, en eintökin eru of ung
til að haegt sé að staðfesta smásae einkenni.
Frá Svíþjóð:
Torne Lappmark: 1 km S af Abisko
(Au), 26. 8. 1966, R. Rydberg leg. (S);
T. Lpm.: Nuolja, 14. 8. 1954, R. Ryd-
berg leg. (S); T. Lpm.: Jukkasjárvi sn.,
Abisko Au., við veginn S frá járn-
brautarstöðinni, 15. 8. 1952, E. Lund-
ström leg. (S).
Nidularia farcta (Pers.) Fr.
(Hreiðursveppur)
Aldinin kúlulaga, 0,5—0,7 cm í
þvermál, einstök eða nokkur saman í
þéttri þyrpingu, þá oft samvaxin, dá-
lítið hærð, ljósbrún til okkurbrún.
Við þroskann springur byrðan óreglu-
lega upp, og koma þá gróhylkin („egg-
in“) í ljós. Þau eru örsmá, 0,5—1,0
mm, linsulöguð og brún að lit. Þau
hafa engan festistreng (eins og Cruci-
bulum). Byrðan er samsett af tvenns
2. mynd. Nidular'ia farcta (Pers.) Fr.: a gró, b sveppþræðir úr byrðunni. — Nidularia
farcta (Pers.) Fr.: a spores, b hypha from the peridium.
43