Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1979, Blaðsíða 52

Náttúrufræðingurinn - 1979, Blaðsíða 52
Jón Jónsson: Kristnitökuhraunið Inngangur Alkunn er frásögnin í Kristnisögu um manninn, sem kom lilaupandi og hafði að færa þingheimi þær fréttir að jarðeldur væri upp kominn í Ölfusi og rnundi hlaupa á bæ Þórodds goða, sem talið er að hafi búið á Hjalla þar í sveit. Langt er nú um liðið frá því að menn töldu sig vita, að upptök þess hrauns, er þá rann, væru í gígaröð- inni rétt austan við Hveradali og/eða í Eldborgum undir Meitlum, sem eru á sama- sprungubelti. Nokkur ár eru liðin frá því a.ð farið var að efast um þetta, færri nokkuð frá því að C14 aldursákvörðun sýndi að þetta var ekki rétt og nú aðeins um ár frá því að það má teljast endanlega sannað að þetta hraun er verulega eldra (Jón Jónsson 1977, 1978). Hvar er Kristnitökuhraunið? í skýrslu minni „Jarðfræðikort af Reykjanesskaga" (op. cit.) er á það bent að út frá fengnum niðurstöðum væri ekki um annað hraun að ræða, það er heimfæra mætti upp á sögnina, en hraunin úr Eldborgum við Lamba- fell eins og þær eru jafnan nefndar, en þær eru tvær, Nyrðri- og Syðri Eldborg, og eru í dalnum milli Lambafells og Blákolls. Allir, sem um málið hafa fjallað, held ég séu sam- mála um það að þessar eldstöðvar hafi verið virkar í sömu goshrinu og því sem næst samtímis enda þótt ekki sé það endanlega sannað. Þó er ljóst að Syðri-Eldborg er eitthvað yngri því hraun úr henni hefur runnið út á hraunið úr nyrðra eldvarpinu. At- hyglin beindist því fyrst og fremst að þessu hrauni ef finna mætti við það jarðlög, sem hægt væri að rekja inn undir það í von um að í þeim væru öskulög, sem vitað væri um aldur á eða þá kolaðar gróðurleifar, sem nota mætti við aldursákvörðun (C14). Af því að vitað var að „landnáms- lagið“ er víða að finna á þessum slóð- um var talið að það gæti gefið vís- bendingu um aldur hraunsins. Núna í haust (1978) skruppum við Sigmundur Einarsson þessara erinda austur á Svínahraun og fundum brátt álitlegan stað hvað varðar öskulög. Það er lítill mýrarbolli rétt vestan við veginn og við rönd Eldborgarhrauns Náttúrufræðingurinn, 49 (1), 1979 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.