Náttúrufræðingurinn - 1979, Page 52
Jón Jónsson:
Kristnitökuhraunið
Inngangur
Alkunn er frásögnin í Kristnisögu
um manninn, sem kom lilaupandi og
hafði að færa þingheimi þær fréttir
að jarðeldur væri upp kominn í Ölfusi
og rnundi hlaupa á bæ Þórodds goða,
sem talið er að hafi búið á Hjalla þar
í sveit.
Langt er nú um liðið frá því að
menn töldu sig vita, að upptök þess
hrauns, er þá rann, væru í gígaröð-
inni rétt austan við Hveradali og/eða
í Eldborgum undir Meitlum, sem eru
á sama- sprungubelti. Nokkur ár eru
liðin frá því a.ð farið var að efast um
þetta, færri nokkuð frá því að C14
aldursákvörðun sýndi að þetta var
ekki rétt og nú aðeins um ár frá því
að það má teljast endanlega sannað
að þetta hraun er verulega eldra (Jón
Jónsson 1977, 1978).
Hvar er Kristnitökuhraunið?
í skýrslu minni „Jarðfræðikort af
Reykjanesskaga" (op. cit.) er á það
bent að út frá fengnum niðurstöðum
væri ekki um annað hraun að ræða,
það er heimfæra mætti upp á sögnina,
en hraunin úr Eldborgum við Lamba-
fell eins og þær eru jafnan nefndar,
en þær eru tvær, Nyrðri- og Syðri
Eldborg, og eru í dalnum milli
Lambafells og Blákolls. Allir, sem um
málið hafa fjallað, held ég séu sam-
mála um það að þessar eldstöðvar hafi
verið virkar í sömu goshrinu og því
sem næst samtímis enda þótt ekki sé
það endanlega sannað. Þó er ljóst að
Syðri-Eldborg er eitthvað yngri því
hraun úr henni hefur runnið út á
hraunið úr nyrðra eldvarpinu. At-
hyglin beindist því fyrst og fremst að
þessu hrauni ef finna mætti við það
jarðlög, sem hægt væri að rekja inn
undir það í von um að í þeim væru
öskulög, sem vitað væri um aldur á
eða þá kolaðar gróðurleifar, sem nota
mætti við aldursákvörðun (C14).
Af því að vitað var að „landnáms-
lagið“ er víða að finna á þessum slóð-
um var talið að það gæti gefið vís-
bendingu um aldur hraunsins.
Núna í haust (1978) skruppum við
Sigmundur Einarsson þessara erinda
austur á Svínahraun og fundum brátt
álitlegan stað hvað varðar öskulög.
Það er lítill mýrarbolli rétt vestan við
veginn og við rönd Eldborgarhrauns
Náttúrufræðingurinn, 49 (1), 1979
46