Náttúrufræðingurinn - 1979, Blaðsíða 28
byggð var komin um miðja 19. öld
þar sem engin var áður (Þorvaldur
Thoroddsen, 1911, bls. 154-155).
Atriði er varða Álftaver
og Mýrdalssand
Landnáma minnist tvívegis á jarð-
eld og eldsuppkomu í sambandi við
landnám í Álftaveri og á svæðinu sem
nú er austurhluti Mýrdalssands.
Molda-Gnúpr „nam land milli
Kúðafljóts og Eyjarár, Álptaver allt;
þar var þá vatn mikit ok álptaveiðar
á. Molda-Gnúpr seldi mörgum rnönn-
um af landnámi sínu ok gerðist þar
fjölbyggt, áðr jarðeldr rann þar ofan,
cn þá flýðu þeir vestr til Höfða-
brekku. . .“ (Isl. fornrit I. 2, bls. 330).
í þessum texta er, auk jarðeldsins,
tvennt sem rétt er að huga nánar að,
vatnið og flóttinn vestur yfir Mýrdals-
sand. í Álftavershrauninu er stórt
gervigígasvæði. Gervigígar myndast
cius og kunnugt er þannig að hraun
rennur yfir votlendi eða vatn. Til-
vera þeirra á þessum stað er a. m. k.
vísbending. Hugsanlegt er að Molda-
Gnúpur hafi flúið vestur yfir Mýr-
dalssand vegna þess að um annað var
ekki að ræða — að austanverðu voru
Leiðvallarhraun og Landbrotshraun
að renna fram samtímis jarðeldinum
sem fór ofan í Álftaver.
Hrafn hafnarlykill nam land norð-
an og ofan við Molda-Gnúp „milli
Hólmsár ok Eyjarár ok bjó í Dyn-
skógum; hann vissi fyrir eldsupp-
kvámu ok færði bú sitt í Lágey“.
Eyjará mun hafa verið á miðjum Mýr-
dalssandi, á svipuðum slóðum og nú
heitir Blautakvísl. Lágey er töluvert
vestan við vesturjaðar Álftavers-
hraunsins (S. t. s. Isl. IV, bls. 195, 198,
244—45, 292). Dynskógar og Lágey ertl
aftur nefnd í máldögum frá 14. og 15.
öld, að öðru leyti er saga þeirra óljós.
Saga byggðar á Mýrdalssandi eftir
jarðeldinn er álíka óljós. Besta sam-
antektin um hana er grein Einars Ól.
Sveinssonar í Skírni 1947. Hér verður
aðeins drepið á tvö atriði varðandi
þessa byggð. Fyrst eftir jarðeldinn
hlýtur hraunasvæðið austan til á sand-
inum að hafa verið nokkuð hátt yfir
umhverfið. Það kann svo aftur að
hafa valdið því að jökulhlaup Kötlu-
gosa lögðust af meiri þunga en áður
á vestursandinn þar sem land var nú
lægra og eyddu bæjum á því svæði.
Heimildir eru fyrir því að marga bæi
og tvær kirkjur tók af í Höfðárhlaupi
um 1179 (Bisk. I, bls. 282-3). Höfðá
cr sama áin og Múlakvísl. Þetta hlaup
virðist því aðallega hafa gert usla á
vesturhluta Mýrdalssands.
Varðandi byggð á Álftavershraun-
inu á 14. og 15. öld (Dynskógar) skal
aðeins ítrekað að svo virðist sem skil-
yrði til jarðvegsmyndunar á hrauninu
hafi verið góð fram á 15. öld (sbr. bls.
15 og snið 9). Kötluhlaupin vírðast
ekki hafa lagt leið sína á austursand-
inn fyrr en á 15. öld, væntanlega eftir
að fyrri hlaup höfðu hækkað vestur-
sandinn til jafns við Álftavershraun-
ið, sbr. það sem sagt er hér á undan.
Það hefur því getað gróið upp í næði
í 5 aldir. Dynskóga er getið í Land-
námu og síðan aftur á tímabilinu
1332—1480 (Oddamáldagar, Dipl. Isl.
II, bls. 291; IV, bls. 73; VI, bls. 325)
— en ekki síðan (Oddamáldagi 1553,
Dipl. Isl. XII, bls. 653). Þeir hafa far-
ið í eyði rnilli 1480 og 1553. Ýmislegt
bendir til að bær neðar á Álftavers-
hrauninu hafi farið í eyði um svipað
22