Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1979, Blaðsíða 28

Náttúrufræðingurinn - 1979, Blaðsíða 28
byggð var komin um miðja 19. öld þar sem engin var áður (Þorvaldur Thoroddsen, 1911, bls. 154-155). Atriði er varða Álftaver og Mýrdalssand Landnáma minnist tvívegis á jarð- eld og eldsuppkomu í sambandi við landnám í Álftaveri og á svæðinu sem nú er austurhluti Mýrdalssands. Molda-Gnúpr „nam land milli Kúðafljóts og Eyjarár, Álptaver allt; þar var þá vatn mikit ok álptaveiðar á. Molda-Gnúpr seldi mörgum rnönn- um af landnámi sínu ok gerðist þar fjölbyggt, áðr jarðeldr rann þar ofan, cn þá flýðu þeir vestr til Höfða- brekku. . .“ (Isl. fornrit I. 2, bls. 330). í þessum texta er, auk jarðeldsins, tvennt sem rétt er að huga nánar að, vatnið og flóttinn vestur yfir Mýrdals- sand. í Álftavershrauninu er stórt gervigígasvæði. Gervigígar myndast cius og kunnugt er þannig að hraun rennur yfir votlendi eða vatn. Til- vera þeirra á þessum stað er a. m. k. vísbending. Hugsanlegt er að Molda- Gnúpur hafi flúið vestur yfir Mýr- dalssand vegna þess að um annað var ekki að ræða — að austanverðu voru Leiðvallarhraun og Landbrotshraun að renna fram samtímis jarðeldinum sem fór ofan í Álftaver. Hrafn hafnarlykill nam land norð- an og ofan við Molda-Gnúp „milli Hólmsár ok Eyjarár ok bjó í Dyn- skógum; hann vissi fyrir eldsupp- kvámu ok færði bú sitt í Lágey“. Eyjará mun hafa verið á miðjum Mýr- dalssandi, á svipuðum slóðum og nú heitir Blautakvísl. Lágey er töluvert vestan við vesturjaðar Álftavers- hraunsins (S. t. s. Isl. IV, bls. 195, 198, 244—45, 292). Dynskógar og Lágey ertl aftur nefnd í máldögum frá 14. og 15. öld, að öðru leyti er saga þeirra óljós. Saga byggðar á Mýrdalssandi eftir jarðeldinn er álíka óljós. Besta sam- antektin um hana er grein Einars Ól. Sveinssonar í Skírni 1947. Hér verður aðeins drepið á tvö atriði varðandi þessa byggð. Fyrst eftir jarðeldinn hlýtur hraunasvæðið austan til á sand- inum að hafa verið nokkuð hátt yfir umhverfið. Það kann svo aftur að hafa valdið því að jökulhlaup Kötlu- gosa lögðust af meiri þunga en áður á vestursandinn þar sem land var nú lægra og eyddu bæjum á því svæði. Heimildir eru fyrir því að marga bæi og tvær kirkjur tók af í Höfðárhlaupi um 1179 (Bisk. I, bls. 282-3). Höfðá cr sama áin og Múlakvísl. Þetta hlaup virðist því aðallega hafa gert usla á vesturhluta Mýrdalssands. Varðandi byggð á Álftavershraun- inu á 14. og 15. öld (Dynskógar) skal aðeins ítrekað að svo virðist sem skil- yrði til jarðvegsmyndunar á hrauninu hafi verið góð fram á 15. öld (sbr. bls. 15 og snið 9). Kötluhlaupin vírðast ekki hafa lagt leið sína á austursand- inn fyrr en á 15. öld, væntanlega eftir að fyrri hlaup höfðu hækkað vestur- sandinn til jafns við Álftavershraun- ið, sbr. það sem sagt er hér á undan. Það hefur því getað gróið upp í næði í 5 aldir. Dynskóga er getið í Land- námu og síðan aftur á tímabilinu 1332—1480 (Oddamáldagar, Dipl. Isl. II, bls. 291; IV, bls. 73; VI, bls. 325) — en ekki síðan (Oddamáldagi 1553, Dipl. Isl. XII, bls. 653). Þeir hafa far- ið í eyði rnilli 1480 og 1553. Ýmislegt bendir til að bær neðar á Álftavers- hrauninu hafi farið í eyði um svipað 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.