Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1979, Side 20

Náttúrufræðingurinn - 1979, Side 20
sögu, virðist liggja neðan úr mýrinni framan við hraunið upp að eða upp á hraunjaðarinn. 1 framræsluskurði í mýrinni er hægt að skoða þverskurð af garðinum en auk þess var grafið snið í gegnum hann þar sem þurrara var. Garðurinn hefur verið um 1 m á breidd en erfiðara er að áætla liæð- ina. Hann er að öllu leyti hlaðinn úr torfi, hnausum eða kökkum, og sums staðar hefur strengur verið lagður efst. Venjulega lendir a. m. k. efsta (yngsta) gjóskulag í jarðvegi á hverj- um stað og tíma í torfhleðslur og ger- ir auðvelt að aldursákvarða þær. Bæði í hnausum og streng er auðþekkt gjóskulag, ólífugráa lagið frá 13. öld. í framræsluskurðinum sést að auki að jietta gjóskulag liggur óhreyft undir garðinum en ljósa gjóskulagið Ö 1362 hefur hins vegar lagst ofan á hann. Samkvæmt þessu hefur garðurinn ver- ið hlaðinn skömmu eftir að ólífugráa lagið féll. Þetta mannvirki er nefnt hér vegna þess að hvergi í heimildum er getið um byggð í Landbroti fyrr en á 12. öld og verður vikið nánar að {jví síðar. ÁLFTAVERSHRAUNIÐ Fjöldi sniða Á svæðinu frá Hólmsárbrú suður að Alviðruhömrum voru tekin 14 jarðvegssnið. Að tveimur undanskild- um eru Jiau staðsett austan til á eða við austurjaðar Álftavershraunsins. Snið voru tekin á sex stöðum inni á hraunasvæðinu. Sömu gjóskulögin fundust í öllum sniðunum en jarð- vegsþykknun hefur verið breytileg. Tvö þeirra eru sýnd á 4. mynd (7 og 10). Á fimm stöðum var grafið í eða við jaðra hraunasvæðisins. Á einum staðnum náðist snið bæði undir lirauninu og ofan á því. Þrjú snið- anna eru sýnd á 4. mynd (6, 8, 9). Snið 8 er að auki skýrt á 7. mynd. Auk Jress voru tekin snið utan hrauna- svæðisins við Herjólfsstaði og Þykkva- bæjarklaustur. Það hefur háð Jressum rannsóknum, einkum í Álftaveri, hve grunnvatn stendur hátt, bæði á svæðunum aust- an við jaðra hraunasvæðisins og einn- ig inni á hrauninu sunnan við Skálm. Snið undir og ofan á Álf lavershrauninu Til hægðarauka verður byrjað á að skýra snið 6 við Hrífuneshólma en Jjar er eina notliæfa opnan í jarðveg undir hrauni á Jressu svæði. Á sama stað er einnig góð opna í jarðveginn ofan á hrauninu. Hrífuneshólmi er gróinn hólmi í hraunasvæðinu sunn- an við Hólmsá, rétt hjá Hólmsárbrú. Hann er umkringdur hrauni á þrjá vegu en Hólmsá rennur fyrir norðan hann og hefur skorið þann farveg í Jjykkan jarðveg. Hraunið umhverfis hólmann gæti hugsanlega verið sér- stakt hraun Jiótt líklegra sé að hér sé um hraunstraum í stærra hrauni að ræða. Hraunið cr aðeins fáeinir metrar á Jrykkt J>ar sem j>að liggur upp að hólmanum að vestanverðu. Þar hefur vatn grafið rás með fram hraunjaðr- inum svo að auðvelt er að komast í jarðveginn undir honum. Beint undir hrauninu er 25—30 cm þykkt svart gjóskulag, E-l, og enginn jarðvegur milli Jjess og hraunbotnsins. Af af- stöðu þess til hraunsins má draga þá ályktun að bæði hafi myndast í sama 14

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.