Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1979, Blaðsíða 68

Náttúrufræðingurinn - 1979, Blaðsíða 68
jarðvegi á þessum slóðum (5. snið) svo og mjög þunnan jarðveg í mikilli hlauprás í Jökulsárgljúfrum (6. snið), um 2000 ára gamalli, eða varla það (S. Elíasson, 1977), er ekki fjarri lagi að áætla aldur hraunsins 1500—2000 ár. Einnig er fróðlegt að bera jarð- vegssnið á Kerlingarhólahrauni sam- an við snið á Þrengslaborgarhrauni í Mývatnssveit (Laxárhrauni yngra), sem Sigurður Þórarinsson (1962) áætl- ar um 2000 ára gamalt (snið 9). Ald- ursmunur í hundruðum ára virðist lítill. Hverrar œttar er hraunið? Eins og fyrr er getið er talið, að í umbrotahrinum, eins og gengið hafa yfir á þessum slóðurn þrjú síðustu ár (og eru líklega ekki nýtt fyrirbæri), þá ryðjist hraunkvika út í sprungu- beltið, ýmist norður eða suður, þegar mikil spenna er upp komin í kviku- þróm undir Leirhnjúkssvæðinu. Gamlar eldstöðvar á sprungubeltinu eru því forvitnilegar. Vfst má telja að fræðimenn hafi rótað í þeim rnikla hnappi eldstöðva, sem liggur til suð- urs frá Kröflu og sennilega litið í norðurátt líka. Áhugi minn á Kerl- ingarhólum vaknaði vorið 1976 og jókst verulega í miðsvetrarhrinunni á síðasta ári (1978). Náinn bergfræði- legur skyldleiki gosefna á þessum stöð- um, fjarri hvor öðrum, eða einhver sameiginleg sérkenni þeirra, hlutu að vera fróðleg. Það er nefnilega ekki hægt að úti- loka þann möguleika, að Kerlingar- hólar hafi gosið í kvikuhlaupi frá Kröflu, sams konar og nú þrjú síðustu ár er talið að hlaupið hafi 2—3 sinn- um suður í Bjarnarflag og 5—6 sinn- um norður í Kelduhverfi, með jarð- skjálftum og landraski og endurlífg- un á gömlum jarðhitasvæðum á sprungubeltinu. Bergfræðileg athug- un á Kerlingarhólahrauni kynni að vera þung á metunum. Karl Grönvold hjá Norrænu eld- fjallastöðinni hafði einmitt gert slíka athugun, og var hann svo vinsamlegur að segja mér frá niðurstöðum sínum og leyfa að geta þeirra. Karl segir: „Við Kristján Sæmundsson höfðum velt því nokkuð fyrir okkur, hvort Kerlingarhólahraun gæti verið ættað úr Kröflu. Sýni á ég ekki fullnægj- andi góð, en þó gerði ég frumathugun á því sem ég átti og sýnir lmn ein- dregin Kröflueinkenni. Efnasamsetn- ing hrauna á „Þeistareykjasvæðinu" frá nútíma er talsvert frábrugðin sam- setningu hrauna frá Kröflusvæðinu frá sama tíma. Finnst mér því vafa- lítið, að Kerlingarhólahraun sé ættað frá Kröflusvæðinu." Það er því „vafalítið" að Krafla hefur „hag^ð sér til svona“ fyrir 1500 —2000 árum og haugað upp Kerling- arhólum í Gjástykki í allmögnuðu kvikuhlaupi, sem braut sér leið upp á yfirborð. Um ætterni Skinnstakka- nibbu og samnefnds hrauns er enn ekkert vitað með vissu og bíður það annars tíma. Þakkir Oddi Sigurðssyni þakka ég fyrir yfir- lestur handrits, nytsamar ábendingar, lán á ljósmyndum o. fl., Karli Grön- vold fyrir að ljá umsögn sína um bergfræði Kerlingarhólahrauns og Kristjáni Sæmundssyni afnot af óbirtu korti sínu og ábendingar. 62
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.