Náttúrufræðingurinn - 1979, Side 68
jarðvegi á þessum slóðum (5. snið) svo
og mjög þunnan jarðveg í mikilli
hlauprás í Jökulsárgljúfrum (6. snið),
um 2000 ára gamalli, eða varla það
(S. Elíasson, 1977), er ekki fjarri lagi
að áætla aldur hraunsins 1500—2000
ár. Einnig er fróðlegt að bera jarð-
vegssnið á Kerlingarhólahrauni sam-
an við snið á Þrengslaborgarhrauni í
Mývatnssveit (Laxárhrauni yngra),
sem Sigurður Þórarinsson (1962) áætl-
ar um 2000 ára gamalt (snið 9). Ald-
ursmunur í hundruðum ára virðist
lítill.
Hverrar œttar er hraunið?
Eins og fyrr er getið er talið, að í
umbrotahrinum, eins og gengið hafa
yfir á þessum slóðurn þrjú síðustu ár
(og eru líklega ekki nýtt fyrirbæri),
þá ryðjist hraunkvika út í sprungu-
beltið, ýmist norður eða suður, þegar
mikil spenna er upp komin í kviku-
þróm undir Leirhnjúkssvæðinu.
Gamlar eldstöðvar á sprungubeltinu
eru því forvitnilegar. Vfst má telja að
fræðimenn hafi rótað í þeim rnikla
hnappi eldstöðva, sem liggur til suð-
urs frá Kröflu og sennilega litið í
norðurátt líka. Áhugi minn á Kerl-
ingarhólum vaknaði vorið 1976 og
jókst verulega í miðsvetrarhrinunni á
síðasta ári (1978). Náinn bergfræði-
legur skyldleiki gosefna á þessum stöð-
um, fjarri hvor öðrum, eða einhver
sameiginleg sérkenni þeirra, hlutu að
vera fróðleg.
Það er nefnilega ekki hægt að úti-
loka þann möguleika, að Kerlingar-
hólar hafi gosið í kvikuhlaupi frá
Kröflu, sams konar og nú þrjú síðustu
ár er talið að hlaupið hafi 2—3 sinn-
um suður í Bjarnarflag og 5—6 sinn-
um norður í Kelduhverfi, með jarð-
skjálftum og landraski og endurlífg-
un á gömlum jarðhitasvæðum á
sprungubeltinu. Bergfræðileg athug-
un á Kerlingarhólahrauni kynni að
vera þung á metunum.
Karl Grönvold hjá Norrænu eld-
fjallastöðinni hafði einmitt gert slíka
athugun, og var hann svo vinsamlegur
að segja mér frá niðurstöðum sínum
og leyfa að geta þeirra. Karl segir:
„Við Kristján Sæmundsson höfðum
velt því nokkuð fyrir okkur, hvort
Kerlingarhólahraun gæti verið ættað
úr Kröflu. Sýni á ég ekki fullnægj-
andi góð, en þó gerði ég frumathugun
á því sem ég átti og sýnir lmn ein-
dregin Kröflueinkenni. Efnasamsetn-
ing hrauna á „Þeistareykjasvæðinu"
frá nútíma er talsvert frábrugðin sam-
setningu hrauna frá Kröflusvæðinu
frá sama tíma. Finnst mér því vafa-
lítið, að Kerlingarhólahraun sé ættað
frá Kröflusvæðinu."
Það er því „vafalítið" að Krafla
hefur „hag^ð sér til svona“ fyrir 1500
—2000 árum og haugað upp Kerling-
arhólum í Gjástykki í allmögnuðu
kvikuhlaupi, sem braut sér leið upp
á yfirborð. Um ætterni Skinnstakka-
nibbu og samnefnds hrauns er enn
ekkert vitað með vissu og bíður það
annars tíma.
Þakkir
Oddi Sigurðssyni þakka ég fyrir yfir-
lestur handrits, nytsamar ábendingar,
lán á ljósmyndum o. fl., Karli Grön-
vold fyrir að ljá umsögn sína um
bergfræði Kerlingarhólahrauns og
Kristjáni Sæmundssyni afnot af óbirtu
korti sínu og ábendingar.
62