Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1979, Blaðsíða 20

Náttúrufræðingurinn - 1979, Blaðsíða 20
sögu, virðist liggja neðan úr mýrinni framan við hraunið upp að eða upp á hraunjaðarinn. 1 framræsluskurði í mýrinni er hægt að skoða þverskurð af garðinum en auk þess var grafið snið í gegnum hann þar sem þurrara var. Garðurinn hefur verið um 1 m á breidd en erfiðara er að áætla liæð- ina. Hann er að öllu leyti hlaðinn úr torfi, hnausum eða kökkum, og sums staðar hefur strengur verið lagður efst. Venjulega lendir a. m. k. efsta (yngsta) gjóskulag í jarðvegi á hverj- um stað og tíma í torfhleðslur og ger- ir auðvelt að aldursákvarða þær. Bæði í hnausum og streng er auðþekkt gjóskulag, ólífugráa lagið frá 13. öld. í framræsluskurðinum sést að auki að jietta gjóskulag liggur óhreyft undir garðinum en ljósa gjóskulagið Ö 1362 hefur hins vegar lagst ofan á hann. Samkvæmt þessu hefur garðurinn ver- ið hlaðinn skömmu eftir að ólífugráa lagið féll. Þetta mannvirki er nefnt hér vegna þess að hvergi í heimildum er getið um byggð í Landbroti fyrr en á 12. öld og verður vikið nánar að {jví síðar. ÁLFTAVERSHRAUNIÐ Fjöldi sniða Á svæðinu frá Hólmsárbrú suður að Alviðruhömrum voru tekin 14 jarðvegssnið. Að tveimur undanskild- um eru Jiau staðsett austan til á eða við austurjaðar Álftavershraunsins. Snið voru tekin á sex stöðum inni á hraunasvæðinu. Sömu gjóskulögin fundust í öllum sniðunum en jarð- vegsþykknun hefur verið breytileg. Tvö þeirra eru sýnd á 4. mynd (7 og 10). Á fimm stöðum var grafið í eða við jaðra hraunasvæðisins. Á einum staðnum náðist snið bæði undir lirauninu og ofan á því. Þrjú snið- anna eru sýnd á 4. mynd (6, 8, 9). Snið 8 er að auki skýrt á 7. mynd. Auk Jress voru tekin snið utan hrauna- svæðisins við Herjólfsstaði og Þykkva- bæjarklaustur. Það hefur háð Jressum rannsóknum, einkum í Álftaveri, hve grunnvatn stendur hátt, bæði á svæðunum aust- an við jaðra hraunasvæðisins og einn- ig inni á hrauninu sunnan við Skálm. Snið undir og ofan á Álf lavershrauninu Til hægðarauka verður byrjað á að skýra snið 6 við Hrífuneshólma en Jjar er eina notliæfa opnan í jarðveg undir hrauni á Jressu svæði. Á sama stað er einnig góð opna í jarðveginn ofan á hrauninu. Hrífuneshólmi er gróinn hólmi í hraunasvæðinu sunn- an við Hólmsá, rétt hjá Hólmsárbrú. Hann er umkringdur hrauni á þrjá vegu en Hólmsá rennur fyrir norðan hann og hefur skorið þann farveg í Jjykkan jarðveg. Hraunið umhverfis hólmann gæti hugsanlega verið sér- stakt hraun Jiótt líklegra sé að hér sé um hraunstraum í stærra hrauni að ræða. Hraunið cr aðeins fáeinir metrar á Jrykkt J>ar sem j>að liggur upp að hólmanum að vestanverðu. Þar hefur vatn grafið rás með fram hraunjaðr- inum svo að auðvelt er að komast í jarðveginn undir honum. Beint undir hrauninu er 25—30 cm þykkt svart gjóskulag, E-l, og enginn jarðvegur milli Jjess og hraunbotnsins. Af af- stöðu þess til hraunsins má draga þá ályktun að bæði hafi myndast í sama 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.