Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1964, Page 7

Náttúrufræðingurinn - 1964, Page 7
Náttúrufr. — 34. árgnngur — 1. hefli — 1.—4S. siða — Reykjavik, rnai 1964 Sigurður Pét ursson: Náttúruauðæfi Islands liins og eðlilegt er, þá er gæðum jarðarinnar ekki dreift jafnt um allan hnöttinn. Aðgreining vatnsins frá þurrlendinu og alls konar umbrot önnur í jarðskorpunni, ásamt mismun á loftslagi, liafa valdið því, að náttúruauðæfin eru bundin við ákveðin tak- mörkuð svæði. Þannig finnast sumstaðar dýrir málmar í jörðu, annarstaðar kol eða olía, og á enn öðrum stöðum finnst ekki neitt nýtilegt. G(')ð gróðurmold samfara hæfilega hlýju og röku loftslagi er á takmörkuðum svæðum og af höfunum, sem þekja um 7/10 hluta af yfirborði jarðar, er ekki nema lítill hluti svo frjósamur, að fiskveiðar geti orðið þar arðbærar. Sé miðað við akuryrkju, kvikfjárrækt og námugröft, þá er ís- landi minna gelið frá náttúrunnar hendi en mörgum öðrum lönd- um, en sé gerður samanburður á orkulindum og á fiskimiðum, þá verður Island í fremstu röð. Náttúruauðæfi eins og vatnsafl og jarð- hiti eru hér mikil og þau ganga aldrei til þurrðar, og fiskimið okk- ar, sent eru nteð þeim heztu í heimi, eiga stöðugt að endast, ef hæfi- lega er á þau lagt. Miðað við fólksf jölda ráða íslendingar vafalaust yfir meiri náttúruauðæfum en nokkur önnur þjóð, og þetta eru auðlindir, sem samkvæmt eðli sínu eiga aldrei að þrjóta. Nú hafa íslendingar fengið viðurkennda mjög mikla stækkun á fiskveiðilögsögu sinni og þar með öðlast full umráð yfir þýðingar- mestu hafsvæðunum við ísland, þar sem er að finna uppeldisstöðvar nytjafiskanna og þýðingarmestu hrygningarsvæðin. Útfærsla þessi var fyrst og fremst gerð til þess að vernda fiskistofnana fyrir ofveiði, en að nauðsyn slíkrar verndunar höfðu verið fa‘rð vísindaleg rök. Var það sem kunnugt er dr. Árni Friðriksson, senr hafði forustuna um öflun þeirra raka, en þau byggðust á margra ára rannsóknum, bæði hans og annarra vísindamanna. Sést hér greinilega, hversu

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.