Náttúrufræðingurinn - 1964, Síða 9
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
3
mikilvægt það er, að hafa vísindalegar niðurstöður máli sínu til
stuðnings.
Það er nú undir íslendingum sjálfum komið, hvernig til tekst
með varðveizlu og nýtingu fiskimiðanna við Island. Það verður
fylgst með því af öðrum þjóðum, livernig oss fer þetta úr hendi,
og þær kröfur verða til vor gerðar, að hér verði vísindaleg sjónarmið
ráðandi. Vér verðum að leggja vísindalegan grundvöll að fiskveið-
um vorum og fiskverkun. Vér verðum að efla rannsóknir í haffræði
og fiskifræði, og vér verðum líka að auka þær rannsóknir, sem lúta
að hagnýtingu aflans. Fiskur, sem látinn er eyðileggjast, er betur
óveiddur.
Hér á íslandi j)arf að efla hvor tveggja, vísindalegar grundvallar-
rannsóknir í náttúrufræði, bæði á landi og sjó, og vísindalegar rann-
sóknir og tilraunir í þágu atvinnuveganna. Þetta er nú sem betur
fer að verða íslendingum ljóst. Þeim er farið að skiljast, að þeir eru
of stutt komnir á sviði raunvísinda. Það verður að sjálfsögðu ekki
ætlast til Jress af íslendingum, að jDeir leggi nokkuð að ráði til
grundvallarrannsókna í eðlisfræði, efnafræði eða líffræði. Slík verk-
efni eru aðeins fyrir stórar og auðugar þjóðir. En aftur á móti ber
íslendingum að annast sjálfir náttúrufræðilegar rannsóknir á sínu
eigin landi, gróðri J)ess og dýralífi. Þarna er mikið verk óunnið
og ])að })arf að vinnast sem fyrst. Það er undirstaða J)css að nátt-
úruauðlindir íslands verði liagnýttar og verndaðar á réttan hátt.
Ennþá hafa t. d. sáralitlar rannsóknir verið gerðar á lægri jurtum
og lægri dýrum á íslandi og í hafinu umhverfis ísland. Að þessu
leyti þekkjum vér ekki ennþá vort eigið land og landhelgi.
Svo að lesendur Náttúrufræðingsins geti áttað sig á því, hversu
íslenzka fiskveiðilögsagan, öðru nafni íslenzka landhelgin, er stór,
birtist hér uppdráttur af íslandi ásamt landgrunninu. Á uppdrætt-
inum eru sýndir gTunnlínupunktarnir ásamt grunnlínunni, enn-
fremur landhelgislínan, sem er 12 mílum utar, og yzt 200 metra
dýptarlínan, sem þó gengur sumstaðar inn fyrir báðar hinar lín-
urnar. Hafflöturinn innan landhelgislínunnar er að flatarmáli
um 75 þúsund ferkílómetrar, en flatarmál íslands ofan sjávarmáls er
103 þúsund ferkílómetrar.