Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1964, Blaðsíða 14

Náttúrufræðingurinn - 1964, Blaðsíða 14
8 NÁT T Ú R U FRÆÐ INGURINN okkur að geta tekizt að ákveða kjörveiðina. Vegna útfærslu land- helginnar höfum við tryggt okkur umsjón með verulegum hluta af uppeldisstöðvum nokkurra lielztu nytjafiska okkar. Er ekki vafa- mál, að þar erum við lengra komnir en flestar aðrar þjóðir. Mikils- verð uppeldissvæði eru nú innan íslenzkrar fiskveiðilögsögu og við ráðum því miklu meira en áður um framtíð og afkastagetu þessara fiskstol'na. Eins og getið var um í upphafi, þá er nauðsynlegt að nýta þessa stofna á sem hagkvæmastan hátt. öf lítil veiði getur verið jafn skaðleg og of mikil veiði. I’að hefur t. d. komið í ljós, að þau ár, sem mjög sterkir árgangar af þorski hafa verið í aflanum, hef- ur fiskurinn vaxið hægar en þegar lítið hefur verið af fiski í sjón- um. Við skýrum þetta með því, að þegar mikið er um fisk sé ekki nóg fæða í sjónum fyrir allan þann fjölda. Á árunum 1932—37 féll þorskveiðin í Vestmannaeyjum úr tæplega 200 þorskum á 1000 öngla í tæplega 50 þorska á 1000 öngla, og er það tákn um verulega rýrnun í stærð stofnsins. Samtímis þessu jókst meðalstærð 8—12 ára fiska úr 82 í 94 srn og mun láta nærri, að hér sé um tveggja kílóa þyngdaraukningu að ræða. Ég lield, að þetta dæmi sýni, að fjöldi einstaklinganna er ekki einráður um útkomuna, heldur er vaxtarhraði hvers einstaklings mjög mikilsverður. Aukningin í vaxtarhraðanum á tímabilinu 1932—37 bætti að nokkru leyti upp þá rýrnun, sem varð í fjölda einstaklinganna í stofninum. Hæfileg grisjun stofnsins er því mikilvæg til þess að viðhalda hámarksvaxtarhraða einstaklinganna, þannig að bezt nýtist fram- leiðni sjávarins hverju sinni. Með hinni fullkomnustu þekkingu á eðlisháttum fiskstofnsins á að vera hægt að skipuleggja veiðarnar, svo að stofnarnir gefi af sér beztan arð, en þar kemur einnig til greina hinn hagfrœðilegi grundvöllur veiðanna, en það atriði hefur verið minna rannsakað en hin líffræðilega hlið málsins. Ég vil hér aðeins benda á, að nauðsynlegt er að samvinna sé á milli fiskifræðinga og þeirra, er bezt þekkja til rekstursgrundvallar útgerðarinnar. Það verður að reyna að samræma sjónarmið beggja, ef vel á að takast til um skipulagningu liskveiðanna við ísland.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.