Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1964, Side 24

Náttúrufræðingurinn - 1964, Side 24
18 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 4. myncl. Suðausturbrún Leggjabrjóts við Fróðárdal. Greina má í brekkunni yfir 10 strandlínur fornra jökullóna. Skriðufell í baksýn. — Ljósm. G. K. Fig. -/. The 200 mtr. high eilge of the hivn of Leggjabrjótur, luhich was ponded up againsl an ice-margin, now shoiving more than ten shore-lines due to ice- marginal lakes. ág. 1959), en það liggur 419 m yíir sjó, og skal tilgreina fáeinar tölur, þó að mælingin sé engan veginn nákvæm. Efsta línan, 553 m y. s. (134 m y. Hvítárvatn), er svo stutt og óglögg, að varla er fullt mark á takandi. En efsta einhlíta strand- línan er í 532 m hæð y. s., og þar fyrir neðan eru margar vel glöggar og nokkuð jafnt dreifðar um hlíðina. Einna gleggst þeirra er sú, sem liggur í 486 m hæð y. s. (67 m y. Hvítárvatn). En eftir er að geta um allra hæstu strandlínuna á Kili, því að hana vantar á Leggjabrjót (af ástæðu, sem síðar verður tilgreind). Sú liggur allstaðar í því sem næst 630 m hæð y. s. (210 m y. Hvítár- vatn), að því er séð verður af hæðarlínum á Uppdr. ísl. og korti Bandaríkjahers, sem ber báðum fyllilega saman um þetta. Þessi strandlína kemur fram sem örmjó og afslepp sylla í suður- og aust- urbrekku Rauðafells milli Fremra- og Innra-Fróðárdals. Því næst vottar fyrir henni nær óslitinni í sama gervi á 2 km kafla í austur-

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.