Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1964, Page 40

Náttúrufræðingurinn - 1964, Page 40
34 N Á T T Ú R U F RÆ ÐIN G U RIN N jökullinn í Skandinavíu óðfluga. Eiginlegur ísaldarjiikull hélt lengst velli í Norður-Svíþjóð, þar sem hann mun löngum hafa ver- ið þykkastur (allt að 2500 m). Leifar hans þar stífluðu upp mörg stór viitn austan vatnaskila Skandinavíuskagans. Sum þeirra vatna höfðu afrennsli vestur um Kjöl til dala og fjarða í Noregi — rétt eins og „Hvítárvatn hið forna“ til Blöndudals og Húnaflóa um svipað leyti. Hér á iandi finnast einnig merki um tímabundinn framgang jökla í ísaldarlokin. Þau eru ruðningsgarðar, að vísu sundur slitnir, en sums staðar í margfaldri röð, sem nýlega liefur verið rakin um þvert Suðurlandsundirlendið frá Vatnsdalsf jalli lyrir norðan Fljóts- hlíð til norðvesturs að rótum Efstadafsfjalls við Laugardal. Þessir ruðningsgarðar hafa verið nefndir Búðaröðin, sá jökutl, sem að þeim lá og ýtti þeim fram, Biíðajökullinn og það kuldaskeið, sem þessi jökulframgangur vitnar um, Búðaskeiðið (allt saman kennt við fossinn Búða í Þjórsá). Ég hef fyrir alllöngu bent á líkur fyrir því, að Búðaskeiðið og Salpausselkáskeiðið séu eitt og liið sama (Guðm. Kj. 1943), og þær tíkur liafa styrkzt mjög síðan af rannsóknum mínum og aunarra (Þorleifur Einarsson 1964). Getum við nú haft fyrir satt, að Búða- jökullinn hafi liörfað frá Búðaröðinni fyrir um 10 þús. árum eftir h. u. b. þúsund ára viðdvöl við hana. Á Norðurlandi austanverðu hefur Sigurður Þórarinsson rakið ann- að belti ruðningsgarða allt frá Skjálfandafljóti austur að Jökulsá á Brú. Telur hann líkur til, að þessar jaðarmyndanir, Hólkotsröðin, séu jafngamlar Salpausselká (Sig Þór. 1951), en geti þó verið eldri (Sig. Þór. 1960). Ekki aðeins frambrúnin, heldur einnig hliðarjaðar Búðajökids- ins að norðvestan hefur nú verið rakinn á síðustu árum. Lega hans er helzt mörkuð melhjöllum eftir uppstífluð vötn í krikum milli brekku og jökuls, en kemur einnig fram af stefnu jökulráka (Guðm. Kj. 1961). Þessi markalína fylgir suðausturhlíðum eftirtal- inna fjalla: Efstadalsfjalls, Miðdalsfjalls, Bjarnarfells, Sandfells, Sandvatnshlíðar og Bláfells. — En fyrir innan Bláfell taka við þær minjar jökullóna, sem hér var getið að framan. Hefur þá verið rakið belti af jaðarmyndunum Búðajökulsins allt frá Vatnsdalsfjalli í Rangárvallasýslu inn að vatnaskilum á Kili. En um framhald slíks beltis til norðurs eða austurs er flest á

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.