Náttúrufræðingurinn - 1964, Page 41
N A TTÚ RU F RÆ ÐINGURINN
35
huldu. Þó er augljóst, að meðan jökullinn stíflaði upp lón á Kili,
náði hann ekki norður yi'ir vatnaskilin þar, heldur var þá orðið
jökullaust á Auðkúluheiði og Eyvindarstaðaheiði.
Svo framarlega sem jaðarmyndanirnar, er hér voru raktar, eru
allar eftir Búðajökulinn og því um 10—11 þús. ára gamlar, verðum
við að sætta okkur við þá hugmynd, að meðan jöklar gengu niður
á núverandi undirlendi sunnan lands og enduðu þar raunar 1 sjó
(sem þá lá um 90—100 m hærra en nú), þá var yfirleitt orðið jökul-
laust norðan lands. — Að mínum dónii er þetta ekki svo fráleitt
sem virðast kann í fljótu' bragði.
Eftir hið tiltölulega hlýja Allerödskeið fyrir um 12 þús. árum
hafði ísaldarjökulinn mikla í Norður-Evrópu tekið upp af öllum
Eystrasaltslöndum og rönd hans hörfað a. m. k. norður fyrir Sal-
pausselká og raðirnar við Oslóarfjörð. Það er í alla staði sennilegt,
að jökulskjöldurinn yfir íslandi, sem var dvergvaxinn í saman-
hurði við þann jökul, hafi á sama tírna goldið enn meira afhroð,
og ekki orðið annað eftir hér af eiginlegum ísaldarjökli en sá
hluti hans, sem verið hafði þykkastur. En ætla má, af veðurfars-
ástæðum, að kúfurinn hafi löngum verið mestur á sunnanverðu
Miðhálendinu. Og til hins sama bendir einnig stefna jökulráka á
því svæði (sbr. 1. mynd).
Á Búðaskeiðinu, þegar aftur harðnaði í ári, breiddist jökullinn
enn út frá hinni jrykku og liáu ísbungu, sem hafði lialdið velli á
Suðurlandi, og þaðan gengu skriðjöklar norður Kjöl (einnig norð-
ur Sprengisand og Vonarskarð). Við viturn ekki, hve langt þeir
teygðust norðan núverandi jökla á hámarki Búðaskeiðsins. En víst
er, að um það bil, sem jökullón hélzt við á Kili og Leggjabrjótur
myndaðist, var orðið autt norðan lands allt suður á vatnaskil.
Hinn mikli jökulkúfur Suðurlands hlífði miðbiki landsins, þar
sem nú eru Hofsjökull og Langjökull, og einnig Norðurlandi fyrir
mestu úrkomuáttinni, sem eflaust var sunnanátt eða landsynning-
ur, þá eins og nú. Af þeim sökum lá snælínan þar tiltölulega hátt
á þessu kuldaskeiði. Til samanburðar má benda á, að nú liggur
snælína hér á landi hæst í Ódáðahrauni norðan Vatnajökuls og í
Vari af honum fyrir sunnanáttinni. Þetta skýrir að nokkru jökul-
Ieysið norðan lands og það, hve Langjökull mátti sín lítils unt
þær mundir, er jökullón lágu á Kili og eldfjallið Leggjabrjótur
Idóðst þar upp við fljótandi jökulsporð.