Náttúrufræðingurinn - 1964, Síða 47
N Á T T Ú R U F RÆ ÐIN G U RIN N
41
að því daglega ura nokkurt skeið. Þess varð þá vart, að nokkuð nryndi
vera aí: loðnu í ánni, bæði dauðri og lifandi.
En nóttina milli 31. raarz og 1. apríl gróf áin rifið sundur og
lækkaði yfirborð hennar rajög mikið við það. Tók þá einn þeirra
manna, sem þarna unnu, eftir því, að vik, sem við þetta þornaði
alveg, var alþakið hrognum, og var lagið sums staðar unr 2 cm að
þykkt. Varla er vafi á, að þarna var um loðnuhrogn að ræða, en
sennilega lrefur loðnan þó ekki viljandi leitað hrygningarstaðar í
Jökulsá, heldur hafi straunrurinn hrifið hana með sér inn í lónið
og hún svo lokazt inni þegar rifið myndaðist.
Ekki fundust lrrogn víðar en á þessum stað, en þau gátu verið víða
unr botn árinnar og e. t. v. lónsins.
Sigurður Björnsson.
Svarthveðnir. (Úr bréfi).
Hinn 30. apríl s. 1. veiddi v/b „Sunnutindur“, Djúpavogi, sjald-
séðan fisk, senr svarthveðnir nefnist.
Var báturinn að veiðum nreð net sín lit af Skaftárós á 80—90
faðma dýpi. Fiskur þessi var 42 cm á lengd.
Það skal tekið fram, að ég var öruggur með að þekkja fiskinn er
ég hafði athugað „Eiskana” eftir dr. Bjarna Sæmundsson hina nýju
útgáfu með viðauka eftir Jón Jónson fiskifræðing. Þar stendur, að
það hafi einungis fjórir fiskar af þessari tegund veiðzt lrér við land í
botnvörpu og allir í dýpinu út af SA-landi.
Sigurfinnur Vilhjálmsson.
Berklar ógna Evrópu ennþá.
Berklar eru nú eins hættulegir í Evrópu eins og þeir hafa nokkurn
tíma verið, segir dr. J. J. van de Calseyde, forstjóri Evrópudeildar
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), sem hefur aðsetur í
Kaupmannahöfn. Hinar miklu framfarir sem komu í kjölfar þeirra
nýju lyfja, er tekin voru í notkun strax upp úr seinni heimsstyrjöld,
komu mörgunr til að halda, að berklar væru ekki lengur veruleg
ógnun við mannkynið. En bjartsýnismennirnir neyddust til að
skipta um skoðun. Því enda þótt tala dauðsfalla af völdum berkla
væri mjög lág, þá var tala sjúkdómstilfella eftir sem áður alltof há.
A hverju ári komu í ljós þúsundir nýrra berklatilfella, jafnvel í há-
þróuðustu löndum Evrópu. Hinn mikli fjöldi sjúklinga, sem slær
niður aftur, leiðir auk þess í ljós, að beygurinn sem menn eitt sinn