Náttúrufræðingurinn - 1964, Side 50
44
NÁT'I'Ú RU FRÆÐIN G U RI N N
Október. Sigurður Þórarinsson, jarðfræðingur: Sitt al' hverju úr Ameríkuferð.
Nóvember. Ulfar Þórðarson, læknir: Um náttúruvernd frá sjónarhóli áhuga-
manns. — Auk þess kvikmynd.
Fræðslufeiðir
Á sumrinu voru farnar fjórar fræðsluferðir, Jrrjár stuttar, sent tóku einn dag
eða part úr degi, og ein löng, þriggja daga ferð.
Sunnud. 26. mai. Jarðfræðiferð. Leiðbeinendur: Þorleifur Einarsson og Guð-
mundur Kjartansson. Þátttakendur 60. Ekið var í tveimur bílum austur yfir
Hcllisheiði í Olfus og síðan vestur um Þrengslaveg, skroppið úrleiðis til Þor-
lákshafnar. Skoðaðir voru eftirtaldir staðir og fyrirbæri: Fimm þúsund ára
gamall mór undir hrauni við Elliðaár; frjógreint jarðvegssnið við vegamót
Suðurlands- og Vesturlandsbrautar; bólstraberg í Draugahlíð; upptök Kristni-
tökuhraunsins á Hellisheiði og cndi þess, sem er Þurrárhraun í Ölfusi; fornir
hnullungkambar á efstu sjávarmörkum hjá Þóroddsstöðum; Leitahraunið (og
ujjptök Jress í þoku). Fleira var skoðað og vfðar staðnæmzt en hér var talið,
en suntt fórst fyrir, sem ráðgert var, vegna dimmviðris og rigningar.
Sunnud. 7. júli. Grasafræðiferð upp í Kollafjörð, en auk jjess var skoðuð
laxeldistöðin þar undir leiðsögu Þórs Guðjónssonar veiðimálastjóra og starfs-
manna stöðvarinnar. Síðan var lrugað að gróðri á ýmiss konar gróðurlendi í
nágrenninu. Leiðbeinendur, auk veiðimálastjóra, voru Eyþór Einarsson og Ing-
ólfur Davíðsson. Þátttakendur voru um 70 manns.
Sunnud. 21. juli. Dýrafræðiferð á sjó með varðskijjinu „Maríu Júlíu". Leið-
beinendur: fiskifræðingarnir Aðalsteinn Sigurðsson og fngvar Hallgrímsson.
35 þáttakendur. Þegar lagt skyldi af stað um morguninn, var stormur og rign-
ing, og settust aftur margir af þeim, sem höfðu tryggt sér far. Kom til tals
að hætta við ferðina. Varð það úr, að haldið var inn á Kollafjörð. Fengust
þar fróðleg sýnishorn sjódýra í botngreij) og svifháf, og voru þau skoðuð á
jjilfarinu. En botnvörpu varð ckki við komið sökum hvassviðris og kviku í sjó.
Þcgar komið var að landi, liuðu þeir Aðalsteinn og Ingvar öllum hópnum
með sér inn í rannsóknarstofur Fiskideildar og sýndu þátttakendum svifdýr
o. fl. í smásjá.
16.—18. ágúst. Þriggja daga ferð um Kaldadal, sveitir Rorgarfjarðar og Uxa-
hryggi til alhliða náttúruskoðunar. Lagt upp á föstudagsmorgun og komið
aftur á sunnudagskvöld. Gist í tjöldum í Húsafellsskógi báðar næturnar. Ekið
í tveimur stórum bílum frá Guðmundi Jónassyni. Fararstjóri var Guðmundur
Kjartansson og leiðbeinandi (auk lians) Þorsteinn Þorsteinsson, líffræðingur,
frá Húsafelli. Þátttakendur voru 70 (auk bílstjóranna). Góðviðri var alla daga
ferðarinnar og ákjósanlegt tvo hina fyrstu: kyrrt, bjart og hlýtt.
Á föstudag gekk allur hópurinn af Kaldadal ujjj) á Ok, naut þaöan stór-
kostlegs útsýnis og skoðaði gfginn mikla, sem þar er nú ujjjj kominn undan
jökulhettunni, sem til skamms tíma fal allan fjallskollinn. — Um kvöklið var
gengið úr tjaldstað inn eftir Selgili að skoða landslag og jarðmyndanir (líparít-
ganga, laugar o. fl.).
Á laugardag var ekið fram hjá Kalmannstungu inn að Klifi í Hallmundar-
Iirauni, gengið þaðan að Surtshelli og Stefánshelli og nokkuð unt báða hellana.