Náttúrufræðingurinn - 1964, Blaðsíða 22
NÁTTÚ RUFRÆÐINGURINN
I lfi
heimilda. Það verður að beita öðrum aðferðum, svo sem viðmiðun
við lög frá sögulegum tíma, athugun á afstöðu öskulaganna til lag-
skiptingar í mómýrum o. fl. Áður en C14-aðferðin kom til skjal-
anna hafði ég reynt að gera mér grein fyrir aldri nokkurra út-
breiddustu öskulaganna í íslenzkum jarðvegi. Meðal þeirra voru
ljósu Heklulögin fjögur, sem finna má í jarðvegi norðanlands.
Hið yngsta þessara líparítlaga er úr gosinu 1104. Það næsta undir
jrví er það, sem ég lief nefnt Hs, og er jrað útbreiddasta öskulag
frá póstglasíal tíma á íslandi (8. mynd). Svo sem áðttr var að vikið,
hafði ég komizt að jreirri niðurstöðu, að aldur þess væri 2500—
3000 ár (“not less than 2500 — probably nearer 3000 — years old”).
Sumarið 1951 tók ég sýnishorn af mó í skurðgröfuskurði rétt við
Bandagerði í Glæsibæjarhreppi, skammt norðan Akureyrar (9.
mynd). Var sýnishornið tekið 0.0—0.5 cm undir öskulaginu, sem
þarna er 8 cnt Jrykkt og það Jrétt, að það hefur líklega varnað Jrví að
mestu, að rætur yxu niður í gegnum það. Því má telja, að aldurinn
á mósýnishorni Jressu sé næstum hinn sanii og á öskulaginu. Sýnis-
hornið var sent til Yale-háskóla fyrir milligöngu prófessors R. F.
Flint og aldursákvarðað þar 1954 (Y-85). Mátti ég vel una við niður-
stöðuna. En hér var um svo Jrýðingarmikla aldursákvörðun að ræða,
að ég taldi æskilegt að fá hana staðfesta með nýrri aldursákvörðun,
ef tækifæri gæfist.
Snemma vors 1960 voru grafnar, undir umsjá Hauks Tómassonar
landfræðings (sjá Einarsson og Tómasson 1962), nokki'ar djúpar
holur á vikurflötinni miklu í Rangárbotnum, vestur af fossinum,
sem þar er í Rangá. Var austasta holan um 11 m djúp. Þarna er
H3 4—5 m þykkt, enda er þetta svæði nærri miðjum geira þessa mikla
vikurlags, og kögglar eru þarna í Jrví allt að 30 cm í þvermál. I
holu, sem grafin var skamrnt vestur af 11 metra liolunni, fann
Haukur holrúm eftir birkitré, sem staðið hafði nær lóðrétt næstum
upp í gegnum vikurlagið Ha. Innan á veggjum þessa holrúms, sem
var bæði eftir digran bol og greinar, var dálítið af viðarkoli, sem
við Haukur söfnuðum saman og fengum aldursákvarðað í Labora-
toriet för radioaktiv datering í Stokkhólmi (sýnishorn St-813), en
Jakob Gíslason raforkumálastjóri var svo vinsamlegur að láta Raf-
orkumálaskrifstofuna gxeiða kostnaðinn. Þótti mér mikill fengur
að Jrví að fá þessa aldursákvörðun, því fullyrða má, að viðarkolið
hafi myndazt er tréð grófst í heitan vikurinn frá þessu stórfellda