Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1964, Blaðsíða 54

Náttúrufræðingurinn - 1964, Blaðsíða 54
148 NÁTTL) RUFRÆÐINGU RINN sem er næmt að eðlisfari, verða afkvæmi þeirra að jöfnu næm og ónæm, 50% : 50%. Þegar þessi erfðafræðilega þekking var fengin, þá var hægt að skipuleggja ákveðið kynbótakerfi, sem byggist á úrvali ónæmra einstaklinga og æxlun þeirra aftur við annað upphafsforeldri sitt, 5. andigenum. Ónæmið, sem er í S. andigenum og flutt hefur verið yíir í bast- arðana, virðist stafa af eiturefnum, sem ræturnar gefa frá sér og valda því, að lirfurnar drepast í jarðveginum. í nokkrum tilfellum liafa lirfurnar komizt inn í korklag rótanna, en ekki náð að þrosk- ast og dáið út. Þá fundust og nokkur kvendýr, sem náð höfðu talsverðum þroska og myndað lmúða, en þegar þeir voru rann- sakaðir, voru í þeim ófrjó egg. Einnig getur verið, að ónæmu jurt- irnar gefi frá sér efnasambönd, sem í vantar eitt eða fleiri efni nauð- synleg fyrir lirfurnar til að ná eðlilegum þroska. í þessu sambandi var gerð tilraun með að græða ónæmar jurtir á næmar jurtir og svo öfugt. Niðurstaðan varð sú, að yfirvöxturinn hagaði sér alveg eftir eðlisfari rótanna. Hnúðormar voru taldir á nokkrum tilraunareitum til þess að fá vitneskju um fjölda þeirra. Sýnishorn voru tekin úr reitum, þar sem ónæmir stofnar voru ræktaðir í tvö ár og úr reitum, þar sem gulrófur voru ræktaðar í eitt sumar, en áður liöfðu kartöflur ver- ið ræktaðar í þessum reitum í mörg ár. Þá voru sýnishorn tekin úr reitum, þar sem engin jurt var ræktuð, sem sagt, ormarnir voru sveltir. í gulrófnareitunum reyndust 12% fleiri ormar miðað við ónæmisreitina og 16% fleiri ormar í reitum, sem engin jurt óx í, miðað við ónæmisreitina. Þess er áður getið, að hjá hnúðormum er kynæxlun. Þess vegna má búast við, að af hnúðormum séu til fleiri en einn stofn. Að svo komnu hafa erfðir kartöflulmúðorma lítið verið rannsakaðar. Vel má hugsa sér, að við æxlun hnúðorma geti komið fram nýir stofnar, sem myndazt hafa við kynerfðir eða stökkbreytingu og valda sjúk- dómum í þeim kartöflustofnum (klónum), sem nú hafa mótstöðu gegn hnúðormunum. Rannsóknir, sem gerðar hafa verið á Gamla-Hrauni á Eyrarbakka í hnúðormaveikum garði, sýna að nú eru til 4 bastarðar (stofnar) af kartöflum, sem hafa mikla mótstöðu gegn kartöfluhnúðorm- um, gefa góða uppskeru og eru sæmilegar matarkartöflur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.