Náttúrufræðingurinn - 1964, Blaðsíða 32
126
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
12. mynd. Fjörumór í Seltjörn. Myndin tekin þegar háfjarað var.
The submergeA pent in Seltjörn at lout tide. — l’lioto S. Thorarinsson.
nokkru norðar en það fyrra, og fyrir milligöngu prófessors Martin
Schwarzbachs í Köln fékk Þorleifur sýnishornið aldursákvarðað við
háskólann í Heidelberg (Sig. Þórarinsson 1958b, bls. 98—99). Ber
aldursákvörðununum svo vel saman, að telja má nær fullsannað,
að sá hluti Seltjarnarbotns, sem þessi mór liggur á, liafi verið ris-
inn úr sæ fyrir 9000 árum. Er þessi aldursákvörðun, ásamt aldurs-
ákvörðun skelja á Suðurlandsundirlendinu og mónum undir Þjórs-
árhrauni, næg til þess að sanna, að ris landsins hefur verið mjög
ört árþúsundið næsta eftir yngra holtasóleyjarskeiðið. Fara nú að
skýrast línurnar í afstöðubreytingum láðs og lagar hér sunnan-
lands síðustu 10000 árin. Hins vegar vitum við enn lítið um af-
stöðubreytingar á því tímabili, sem liggur 10000—15000 ár að baki
vorum dögum og er þar mjög vant C14 aldursákvarðana. Má benda
á skeljalögin í Saurbænum sem vænleg til fróðleiks í þessu sam-
bandi.