Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1964, Blaðsíða 28

Náttúrufræðingurinn - 1964, Blaðsíða 28
122 NATTÚRUFRÆÐI NGURINN minna áberandi en H;i og H4. Ber mest á því í jarðvegssniðum, sem liafa náð að þorna (sbr. 10. mynd). f ritgerðinni The Teplira- fall from Hekla kemst ég svo að orði um aldur þess: „Ég hef áður gizkað á að aldur þess væri 7000—8000 ár, en það er mjög laus- leg ágizkun og líklega einhverju of há“ (Sig. Þórarinsson 1954b, bls. 44). Sumarið 1952 tók ég mósýnishorn rétt undan öskulaginu H5 í skurðgröfuskurði skammt norður af bænum Moldhaugum í Glæsi- bæjarhreppi, Eyf. Sýnishornið var sent til Kaupmannahafnar og aldursákvarðað þar 1954. Þessi aldursákvörðun hefur einnig verið leiðrétt vegna „Suess effect“. Hefur hún birzt í sömu ritgerðum og sú næsta hér á undan. Öskulagið H5 er ofan á elsta Þjórsárhrauni sunnan við Vatna- garða. í Ófærugili, norðvestur af Heklu, er það næstum 1 metri á þykkt. Þar eð aldursákvörðun þessa víðáttumikla öskulags er næsta þýð- ingarmikil fyrir frjógreinendur og fyrir þá, sem rannsaka vilja jarð- vegsmyndun á íslandi, væri æskilegt að fá öskulagið aldursákvarð- að að nýju. Mór rétt undir ljósa Hekluöskulaginu Hx (Hr-'1104) í bakka skammt suðvestur af Vaðbrekku, Hrafnkelsdal (9) 770 ± 90 ár (T-394) Hinn 18. júní 1962 skrapp ég austur í Hrafnkelsdal, að tilhlut- an Kristjáns Eldjárns þjóðminjavarðar og fyrir beiðni Aðalsteins Aðalsteinssonar bónda á Vaðbrekku. Tilefnið var það, að þeir Vað- brekkumenn höfðu grafið fyrir nýrri fjárhúsbyggingu hjá beitar- húsum, þar sem heita Þórisstaðir austan Hrafnkelu, um 2 km sunnan við Vaðbrekku. Komu þeir þá niður á hrúgu kindabeina, sem voru meira eða minna brennd. Það sem var athyglisvert við joennan beinafund var, að yfir beinahrúgunni lá óhreyft, ljóst ösku- lag, sem er að finna um allan Hrafnkelsdal og Jökiddal og víðar þar eystra. Þetta lag er allmiklu eldra en ljósa lagið frá Öræfa- jökulsgosinu 1362, sem er mjög greinilegt alls staðar þarna um slóðir. Ég hafði áður athugað þetta lag, en verið í hálfgerðum vandræðum með það. Hugsast gat, og það var mín upphaflega
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.